Author Topic: Hiclone  (Read 7838 times)

Offline HÞS

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Hiclone
« on: January 28, 2004, 12:05:07 »
Hafið þið einhverja reynslu af Hiclone á ottóvélum? Þetta er alveg að gera sig á dieselvélum en mig langar að prófa að setja Hiclone og K&N síu á bílinn minn.

P.S. Ég er á 2.0L Accord.
HONDA þýðir "High Octane Needed During Acceleration"!!!

Offline HÞS

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Ottó=Bensín
« Reply #1 on: January 29, 2004, 09:52:14 »
Fyrir þá er ekki vita er Ottóvél allmennt kölluð bensínvél en Ottó nokkur þjóðverji fann einmitt upp bensínvélina eins og hún er þekkt í dag.

En á ég að trúa því að menn hérna hafi enga reynslu af Hiclone? Hægt er að finna uppl. um Hiclone á www.hiclone.is, ég vonast eftir svörum frá ykkur.

Haukur
HONDA þýðir "High Octane Needed During Acceleration"!!!

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Hiclone
« Reply #2 on: January 29, 2004, 12:48:58 »
HONDA = How Of No Dramatic Acceleration :P
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Örn.I

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 142
    • View Profile
Hiclone
« Reply #3 on: January 29, 2004, 23:34:19 »
jamm er með sona í 2,0 sunny num hélt í fyrstu að þetta væri að dempa loftflæðið því það var ekki eins mikið hljóð frá síunni enn þetta er alveg að gefa sig sko minni eiðsla!
--------------------------------------
Toyota corolla G6 2001 (Daily Driver)
Toyota Hilux 91 38"
willy,s cj5 74 40"

Offline Svezel

  • In the pit
  • **
  • Posts: 53
    • View Profile
Hiclone
« Reply #4 on: January 30, 2004, 16:31:57 »
Var að heyra góða hluti af þessu í Carinu E

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
"Hype" mánaðarins.
« Reply #5 on: January 30, 2004, 17:43:46 »
Sko.

  Svona trikk hafa komið fram frá fyrstu dögum "bullumótora" og þá oftast frá einhverjum bullukollum.   Í fyrsta lagi, hvernig haldið þið að það sé enn snúningur á loftinu þegar það er komið 2-3 fet frá þessum "tæknibúnaði".  Gegnum þrengra rör eftir krókóttum leiðum að sog ventli.  Að ég tali ekki um ef loftið er búið að fara í gegnum túrbínu sem er náttúrlega ein stór lofthrærivél,.   Hvort loftið snéri til vinstri eða hægri verður ekki merkjanlegt eftir það ferðalag.  

   Það gæti verið til bóta að vera með svona búnað ca 20 millimetra frá sogventli og þá þyrfti loftið að snúast rétt til að auka "skolun og fyllingu vélarinnar.    

   Ekki einusinni horfa á svona,  Það er nokkuð öruggt að þetta væri staðalbúnaður í öllum farartækjum ef þetta virkaði.  Ef þið ætlið að setja K&N loftsíu til að auka flæðið að vélinni. Hvers vegna viljið þið þá setja svona til að tefja það aftur.???

   Ef þið viljið meira power og minni eyðslu skiftið þá úr coke í pepsi max.

  Eða í alvöru takið allar barka hosur sem er við sogkerfi vélarinnar og setjið sléttar hosur og eða rör í staðinn setjið púst sem er "mandrel" beygt þ.e. rörið ekki þrengt í beygjum oftast er sverleikinn nóg en beygjur eru vondar og samsetningar ef um V eða boxer vélar er að ræða.    

     Annars ætlaði ég ekki að missa mig á flug í einhverjum heilræðum það er nóg af fólki til þess.....  Lifið heil,  (eða þannig)

    Valur Vífilss. agndofa
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Hiclone
« Reply #6 on: January 30, 2004, 21:57:38 »
Ég get skilið að menn trúi þessu ekki við fyrstu kynni :?
 
Þetta hefur margsannað sig... og Valur í flestum tilfellum eru það ekki 2-3 fet frá plötunni (hiclone-inu)... Þetta er sett í 15-20 cm fjarlægð minni mig frá throttle boddy-inu á EFI ottóvélum og snýr loftinu (eins og hvirfilbylur) niður í sprengihólfin... auðvitað taka mótorar þessu misvel en það er talað um upp til 15% aflaukningu, upp að 20% minni eyðslu og betri hægagangur.
  Talandi um túrbínuna þá er þetta sett fyrir aftan hana þ.e. þegar loftið er á leiðinni inn á soggreinina...
 
Ef mönnum finnst þetta ekki vera að gera neitt nema ræna þá peningum þá geta þeir skilað þessu (money back guarantee).. Þessi ágæti búnaður hefur til viðbótar verið viðurkenndur og verðlaunaður, þess má geta að þetta er orðin gömul hönnun þ.e. síðan um 1990 þegar þetta kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Kiddi, agndofa á Vali Vífils. :wink:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Hiclone
« Reply #7 on: January 31, 2004, 00:59:59 »
Ein árgerðin af Dodge 4cyl turbo bílunum var með svona, þá var throttle boddyið fyrir framan túrbínuna og túrbínan boltaðist beint við soggreinina, og þar var eitthvað svona sigti til þess að STOPPA snúninginn á loftinu eftir að það kemur útúr túrbínunni á hörkusnúningi.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Ó þið ljósberar. Takk fyrir......
« Reply #8 on: February 02, 2004, 05:19:58 »
Kæru félagar.  

   Takk fyrir að opna augu mín og annarra fyrir þessu þarfaþingi. Og sé ég nú hvurslags villu maður er búinn að vaða að vera að porta og pólera sog greinar og sogport einsog vitlaus maður(sem ég augsýnilega er) þegar ég hefði átt að matta þau og setja fasta viftuspaða til að loftið skrúfist framhjá ventlonum og þjappi sér svo saman í strokkum mótorsins sem ég fékk hjá Ottó gamla.    Ég ætla samt að biðja ykkur um að vera ekki að flagga þessu svo ódælir menn einsog Einar Birgis. komist ekki að þessu og setji svona dúsin af viftuspöðum (eða lofthvirflum eða hvað sem íslenskt orð er) í vélina hjá sér, hendi nitrókútnum og dóli svo í 8,40 og spari 20% bensín á öllu saman.  Það væri ljóti ófögnuðurinn.

   Að maður tali ekki um ef GM kallinn sjálfur kæmist að þessu,  Og gæti hækkað hp um nokkra tugi og haft varanleg áhrif á olíuframleiðsluna í heiminum.

  Og ekki skánaði það ef keppnismenn hefðu upp á þessu. Þar eru menn sem myndu skera af sér vinstri hendi fyrir 2-3% meira afl að maður tali ekki um 15% aflaukningu.  
    Það er vissulega tími til kominn að einhver með þekkingu og opinn huga (sem ég hef víst ekki)  geti tendrað ljósið fyrir okkur hina.    
 
   Ef ég hefði ekki fengið þetta ágæta svar hefði ég kannski haldið þetta áfram, og svarað þessu einhvernvegin svona.:

  Þessar loftskrúfur eru ekki að koma fram á sjónarsviðið nú eða fyrir 14 árum,  heldur hefur þetta sést af og tilí mörg ár.   Ég held að ég muni það rétt að ég hafi fyrst séð svona búnað í 1958-9 Hot rod hjá kunningja mínum sem er fornbílastrumpur,  og hann taldi að þetta væri mun eldra. síðan einhvernsstaðar á milli heimstyrjalda.
   Það eru allskonar patent sem eru að koma aftur og aftur (einsog keðjubréf þar sem allir verða ríkir) T.d. koma alltaf upp "fjölpóla kerti" sem "news flash" þó T mótelið af ford (viljandi með litlum stöfum) hafi verið með svoleiðis búnað.  Þær ágætu bifreiðar (líka með hreyfiafl frá Ottó) voru líka með eitt háspennukefli á strokk (þó margir haldi að SAAB hafi fundið það upp 198?)

   Með þökk fyrir ágætt svar og von um meira gott.

    Valur Vífilss. í góðum gír (hlutlausum)
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Hiclone
« Reply #9 on: February 02, 2004, 06:15:12 »
ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé dynó test af þessu fyrir og eftir og það innan við 45 mín og auðvita allt tekið uppá videó með tímasetningu í gangi.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Hiclone
« Reply #10 on: February 02, 2004, 10:08:54 »
Ég vil sjá stærðfræðimódel af þessu.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline HÞS

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Dragracer?
« Reply #11 on: February 02, 2004, 12:40:48 »
Ég ætla nú ekki að fara í einhvern pro. spyrnuklassa, ég ætla nú bara að minnka bensíneyðslu og fá nokkur hö í þokkabót. Einnig hef ég tekið eftir því að menn hafa verið að gantast með það að ég kallaði bensínvél ottóvél en málið er bara það að það er fljótlegra að skrifa ottó heldur en bensín.

Haukur
HONDA þýðir "High Octane Needed During Acceleration"!!!

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Dragracer?
« Reply #12 on: February 02, 2004, 13:12:02 »
Quote from: "HÞS"
Einnig hef ég tekið eftir því að menn hafa verið að gantast með það að ég kallaði bensínvél ottóvél en málið er bara það að það er fljótlegra að skrifa ottó heldur en bensín.

Haukur


Það kostaði svo annan póst til þess að útskýra hvað þú værir að meina :)
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Hiclone
« Reply #13 on: February 02, 2004, 22:36:52 »
Áfram með gotteríið, húmorinn og hæklónin :roll:  :P

Skoðið þessa síðu ef þið eruð slappir í enskunni http://www.hiclone.is

Þegar maður gerir eitthvað, segir eitthvað eða skrifar eitthvað þá er eins gott að vera með eitthvað til að "bakka það upp"... sjá link fyrir neðan með sögum og dyno prufunum
http://www.hicloneqld.com/expert.htm
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Hiclone
« Reply #14 on: February 02, 2004, 23:47:59 »
RPM     Torque     After       HP       After
2000     401.9     413.8     152.0     152.0
2500     408.6     437.8     194.5     208.4
3000     433.5     449.7     247.6     256.9
3500     415.6     422.9     277.0     281.8
4000     379.9     386.2     289.3     294.1
4500     329.8     334.2     282.6     286.3
5000     276.1     284.8     262.9     271.1

(Dyno results on stock Chevy 454 - (Independant Testing Laboratory)  


  hah! Fæst í Framtak!

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Ó nei... Vesalings fólkið...
« Reply #15 on: February 03, 2004, 02:25:24 »
Góðir..

  Þetta skánaði nú lítið.  "Vísindarannsóknir" með árangur upp á 59% minni eyðslu...
   Vesalings fólkið sem á Shell og Esso sitja uppi með fyrirtæki sem verða verðlaus þegar þessi tæknibúnaður er búinn að leggja Opek og önnur olíuveldi í rúst....  Og og og og ......   En svo kom þarna inn að þeir eru líka með K&N síur getur verið, bara hugsanlegt að það hafi einhver áhrif.?   Ekki það að ég hef hvergi séð K&N halda neinu fram í tugum prósenta (einu eru turbo og blásarakallar sem ég man eftir)

     Nei þetta er vafalaust hið besta mál.  En af hverju eru bílaframleiðendur ekki komnir með svona (þeir eru sveittir í mörg ár að reyna að ná 2-5% betri eyðslu. Haldið þið að þeir viti ekki af þessu. (Ættum kannski að láta þá vita)  Eða haldið þið að þessar 280 krónur (sem kostar að smíða svona) vaxi þeim í augum.??

    Talandi um svona hátæknibúnað,  Hvað varð um Vatnsinnspýtingar, FX1, X1R, Fjölpólakerti Militech. Pro-lube Og svo "videre" (sá svipuð vísindatest um þetta hér fyrir nokkrum árum)  Ætli Opek kallarnir hafi tekið þetta af markaði til að halda eyðslunni uppi og bensínverði líka.?  

     Þetta er kannski þröngsýni hjá mér, en ég held að þetta sé farið að hafa áhrif strax.  Allavega er Einar Birgis að selja sinn eðalvagn.

        Leiðinlegt hvernig fór með handboltann.

   Valur Vífilss. Vantrúaður.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Hiclone
« Reply #16 on: February 03, 2004, 17:13:44 »
það verður bara að prófa þetta uppá braut í sumar, þetta er til fyrir fjögurra hólfa tora líka, það hlítur að taka af allan vafa um hvort þetta virkar eða ekki

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
SAABinn
« Reply #17 on: February 03, 2004, 23:46:43 »
Sælir félagar, ég skal trúa þessu þegar tveir nýjir samskonar bílar (í sama lit) eru settir hlið við hlið úti á okkar kvartmílubraut og þeir fara á nokkurn veginn sama tíma. Þá geta hæklón menn sett snúðinn sinn í loftrásina án þess að fikta við annan búnað bílsins. Þegar þeir hafa spyrnt aftur og ég séð tæmslippan þá skal ég trúa því sem ég sé, hvað svo sem það verður.


Valur, það er gott að hafa eitt háspennukefli á hvern strokk, það vitum við báðir. Það var hins vegar ekki það sem SAAB fann upp árið 1985-6 og kom á markað 1987, heldur var það kveijukerfið "Direct ignition" eða bein kveiking eins og það myndi útleggjast á íslensku.  Hins vegar var það kerfið sjálft sem þótti byltingarkennt, og er reyndar rétt í þann veginn að koma í bílum í dag.  Af þessu tilefni ætla ég að kynna þetta stórsniðuga kerfi á síðunni minni http://www.icesaab.net

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Unregistered

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
Hiclone
« Reply #18 on: February 04, 2004, 19:22:22 »
Þetta fer að minna á V-pover bensínið.