Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
X-683 2nd gen Camaro z28 '78 383 storker
348ci SS:
Mig langar að monta mig og deila því með ykkur að loksins var ég að kaupa þennan draum í gær. Var búinn að vera reina fynna svona til sölu hérna á klakanum og loksins fann ég einn eigulegan, Ég og haffi vorum að tala saman um það og hann bendi mér á þennan og reindi hann svo að fá númerið hjá kauða, og fékk það á endanum og var svo boðið í bílinn. Hann tók sér smá tíma að hugsa um það og tók svo boðinu. Bílinn var í geimslu og ekki var hægt að fara og sækja hann strax þannig ég þurfti að bíða aðeins. Tvemur vikum seinna er hann kominn úr geimslu og ég fer og sæki bílinn á Eigilstöðum.
Er búinn að vilja eignast svona bíl síðan ég var 10ára, Pabbi átti svona 81'
Margir þekkja þennan bíl og sögðu mér að þetta væri rosalega gott eintak! Og er það allveg klárt mál að hann sé það.
Ekki dugar að setja venjulegt bensín á hann þar sem þjappan í honum er svo há að það þarf að blanda 50/50 race bensíni útí til að hafa um 100oct á honum. Annars forsprengir hann bara bensínið. Ég hafði einn fullan tank til að koma honum heim frá Eigilstöðum og inná Skagaströnd. Gróft reiknað um 410km. Alla þessa leið á fullum tanki :wink: Enda var líka bara dólað á 60-80km/h alla leiðina, Lagði af stað inná Eigilstaði um hádeigi og var kominn aftur heim um 2:15 á Skagaströnd.
Ætla ekki að gera neitt mikið fyrir hann þetta sumar, hafa hann bara svona og reina að kaupa svo bara aðra kveikju eða semsagt til að reina flíta kveikjunni og skipta um ventlagorma og annan converter til að kreista meira afl út úr honum.
mynd hér
8-) 8-)
Halli B:
jésús hvað þetta er getnaðarlegt =P~ Til lukku með gullfallegann fák
Hilió:
Glæsilegur bíll Hallbjörn, til hamingju með gripinn \:D/
Kiddi:
Til lukku... Flottur án t-topps :!:
smariZ28:
Ruddalegt kvikindi. Til hamingju með þennan.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version