Author Topic: Kaup á búnaði og framkvæmdir á svæðinu  (Read 2480 times)

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Kaup á búnaði og framkvæmdir á svæðinu
« on: February 04, 2004, 13:51:20 »
Sæll Árni S og aðrir félagar

Stjórnin er að athuga möguleika á að halda bílasýningu um páskana. Ef verður af því mun efnahagsreikningur félagsins leyfa ýmsar framkvæmdir. Á óskalistanum er að malbika "tilbakabrautina", koma upp áhorfendapöllum ,setja upp vegrið eftir startið, kaupa ljósaskilti sem gefa upp ET og MPH á brautinni, laga endan á brautinni. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að gera brautina sjálfbæra. Auglýsum við eftir mönnum til að vinna við keppnir og fá laun fyrir í fyrsta skipti í sögu félagsins,heilar 10.000.- kr á keppni. Sigurjón Andersen sækir alla fundi sem honum er hleypt inná hjá bæjarapparatinu og er að koma svæði félagsins á aðalskipulag bæjarins. Klappið á bakið á honum næst þegar þið hittið hann og þakkið fyrir frábært starf. Við minnum á félagsfundi á fimmtudögum, komið og spjallið við okkur.
F.h stjórnar Stígur A Herlufsen