Author Topic: Fiat Ritmo 85/100s "GULLMOLI"  (Read 1805 times)

Offline dofri

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 22
    • View Profile
Fiat Ritmo 85/100s "GULLMOLI"
« on: May 01, 2013, 16:18:48 »
Til sölu Fiat Ritmo 85 1987 árgerð sem ég erfði frá afa mínum heitnum. Ég og hann erum einu eigendurnir frá upphafi. Bíllinn var keyrður 36 þús km þegar ég fékk hann en stendur nú í 74 þús km. Þetta er eini ritmo-inn á götunni eftir því sem ég best og bíllinn er einstakur bæði í útliti og akstri. Hann fékk 13 skoðun í desember og flaug í gegn án athugasemda. Hann er orðinn fornbíll (á bara eftir að skrá hann, skoðun annaðhvert ár og engin bifreiðagjöld.)

Bílinn hefur alltaf fengið gott viðhald á meðan hann hefur verið í minni eigu, farið í smurningu á réttum tíma og setið inni í skúr yfir veturna.


Mótor: 1500 blöndungs, 80 hö (eyðsla í kringum 9L)
Ekinn: 74.xxx km
Skoðun: 2013
Aukabúnaður: rafmagn í framrúðum, geislaspilari, auka sumardekk á felgum fylgja


Það sem ég hef gert síðan ég fékk bílinn:

-Nýr rafgeymir
-Nýtt í kveikju (lok, hamar, þræðir, kerti)
-Nýtt púst frá miðju
-Nýtt í bremsum að framan (Brembo)
-Nýjar spindilkúlur
-Blöndungurinn yfirfarinn var að draga falskt loft frá víbringspúða undir, búið að laga það $$
-Ryðbættur og tektílaður (varla til ryð í þessum bíl)
-Skipt um tímreim í 40.xxx km
-Nýjar vacumhosur frá loftsíuboxi og blöndungi

Eina að mér vitandi sem þarf að gera fyrir hann til að fá skoðun næst er að skipta um handbremsubarka, hann er handbremsulaus núna.

Ásett verð: 550.000kr
Góður staðgreiðsluafsláttur
sími: 661-8893

Mynd: copyright Jóhannes Gunnar Skúlason
Kjartan Dofri
Nissan Silvia s14 12.586@108.43mph / 60ft: 1.726