Author Topic: [TS] Ford Econoline (E-150) '87 - Gott efni í ferða/vinnubíl  (Read 1614 times)

Offline Raggi-

  • In the pit
  • **
  • Posts: 60
    • View Profile
[Til Sölu] Ford Econoline (E-150) '87 - Gott efni í ferða/vinnubíl

Mig langar aðallega að kanna áhugann fyrir þessum fallega Ford Econoline. Er ekkert sérlega spenntur fyrir því að selja hann en það má alltaf skoða málin ;)
Um er að ræða tilvalið verkefni fyrir Bíladaga eða ferðasumarið, jafnvel efni í vinnubíl/hjólabíl eða annað nytsamlegt.

Skoða bæði peningatilboð eða skipti á ýmsu, ekki bara ökutækjum en mun ekki borga með fyrir neinu dýrara
Er að leitast eftir sex stafa peningaupphæð (xxx.xxx krónur) eða eignaskiptum. Hef sérstakann áhuga fyrir sæmilegum Nissan Terrano, Daihatsu jeppa, mjög vönduðum leðursófa eða setti í dökkum lit. Það skilyrði er sett fyrir kaupum að kaupandi fjarlægi bílinn af þeirri lóð sem hann stendur nú á innan fjórtán daga frá kaupum.  



Ford Econoline E-150.
5.8L 351w Bensínvél og C6 skipting.
Ekinn 230.xxx Km (Á eftir að kanna það samt betur til að vera viss).
Árgerð 1987 (Fornbíll (skráður húsbifreið) - Engin bifreiðargjöld og lágar tryggingar).
Engin áhvílandi gjöld og númer eru í geymslu en athugið að kaupa þarf eina nýja steðjanúmeraplötu. Honum fylgir s.s. steðjanúmer.


Ástand:
Þarfnast töluverðra lagfæringa, mig grunar að vélin sé föst en ég þori ekki að staðfesta þann grun eins og er, skoða mætti heddpakkningu eða jafnvel annan mótor.
Bremsur þarfnast líklega yfirferðar og demparar að aftan eru ónýtir ef ég man rétt.
Útlitslega er bíllinn nokkuð heill en svolítið af ryði, ekkert í gegn held ég örugglega, dæld á öðru afturhorni og hurðum farþegamegin, best metið með eigin augum. Mjög sterkbyggðir bílar og þessi er ágætis eintak þó hann þarfnist umhyggju. Að innan er bíllinn ljótur en mjög auðvelt fyrir laghentann aðila að ditta að því í frístundum enda ekki mjög flókin framkvæmd, allt frekar einfalt og þægilegt viðureignar.

Bifreiðin er fyrrverandi lögreglubifreið frá lögreglunni á Akureyri. Engin smurbók fylgir bílnum eða aðrir pappírar en ég gæti mögulega látið fylgja með tvær nákvæmar viðgerðarhandbækur um þessa gerð bíls. Þær fjalla um og skýra flest öll samsetningarferli og viðgerðarferli þessara bíla.

Fyrir nánari upplýsingar sendið mér einkaskilaboð.
Best er auðvitað að skoða bílinn í eigin persónu. Hann er annars staðsettur í Njarðvík.


Fleiri myndir hér inná Facebook: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200224580270104.1073741825.1020354912&type=3

Auglýsing á Live2Cruize.com: http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php/175149-TS-Ford-Econoline-(E-150)-87-Gott-efni-%C3%AD-fer%C3%B0a-vinnub%C3%ADl



Þessi auglýsing er skrifuð í flýti og því set ég fyrirvara um villur eða breytingar.

« Last Edit: May 01, 2013, 15:06:24 by Raggi- »
Ragnar G. Jónsson
Subaru Legacy Wagon '98 2.0
Daihatsu Sirion '98 1.0 12v
Nissan Vanette Cargo '00 2.3 Diesel

Áður:
10x Daihatsu - 1x Nissan - 1x BMW
1x MMC - 1x Toyota - 1x Ford