Author Topic: Shell Bíladagar 2013 – 14.-17. júní á Akureyri  (Read 2299 times)

Offline vadlaheidi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Shell Bíladagar 2013 – 14.-17. júní á Akureyri
« on: April 26, 2013, 22:31:51 »


Shell Bíladagar 2013 – 14.-17. júní á Akureyri

Dagana 14.-17. júní munu fara fram hinir árlegu Bíladagar sem að þessu sinni munu heita Shell Bíladagar 2013.

Dagskráin verður kynnt nánar á heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar www.ba.is og á facebook síðu Bíladaga, en keppnis- og sýningargreinarnar verða sem fyrr:

-          Götuspyrna

-          Drift

-          Auto-X

-          Burnout

-          Græjukeppni

-          Bílasýning

Miðar verða seldir á hvern viðburð en hægt er að kaupa armband á bensínstöðvum Shell í Reykjavík og á Akureyri sem gildir á alla viðburðina. Annars staðar á landinu er einfaldast að kaupa armbönd í gegnum heimasíðuna www.ba.is

Allar aksturskeppnir Shell Bíladaga 2013 munu fara fram á nýju  Akstursíþróttasvæði B.A, sem tekið var í notkun á síðast ári að stórum hluta og er staðsett neðst við Hlíðarfjallsveg sem bætir til muna aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Tjaldsvæði gesta verða staðsett fyrir gesti Shell Bíladaga á akstursíþróttasvæði B.A

Allar frekari upplýsingar veitir Einar Gunnlaugsson hjá Bílaklúbbi Akureyrar.

Netfang einarg@ba.is og 8626450

Takið dagana frá  og góða skemmtun.
Örvar Sigurgeirsson