Er að spá í að selja Chevelluna mína sem er árg 1971 og er á upptektarstigi, það sem búið er að kaupa og gera er ýmislegt, td búið að taka boddý og sandblása og epoxy grunna , búið að laga grindina og sprauta hana Satin black, það er 12 bolta hásing og diskabremsur að framan , bíllinn stendur í hjólin og hægt að hreyfa hann en bremsur eru ótengdar.
Það sem ég er búinn að kaupa nýtt er bæði frambrettin, nýtt skottlok, ný hurð bílstjórameginn, ný afturbretti sem ná upp í topp, nýr panel fyrir neðan aftur rúðu, nýr panel fyrir neðan afturstuðara, nýjir hjólbogalistar ásamt hardwear, bolta kit í samstæðu ofl, festingar í gólf fyrir stóla, stenclar fyrir SS renndur, nýtt SS húdd.
Það sem fylgir með eru svartir stólar framm í og aftursæti , miðjustokkur og skiptir í gólf, mælaborð fyrir kringlóta mæla úr Monte Carlo eins og í SS Chevelle 1970-72.
Slatti af gleri, notuð hliðar og hurðarspjöld, veltistýri úr ca 1978-80 Malibu
Það er engin vél eða skipting og það á eftir að skipta um afturbrettin. Ég vill bara losna við hann þar sem ég hef ekkert pláss til að vinna í honum, boddy er ryðlaust búið að skipta um gólf.Þetta er mjög góður efnviður fyrir einhvern sem á aðstöðu og aur til að klára dæmið.
Áhugasamir hafið samband hér .
Kv Haffi