Þetta var amk. ábyrgðarmál, þeir bílar sem fóru í Þjónustuskoðanir hjá Brimborg og voru komnir með merki um að ryð væri farið að myndast voru sendir í lagfæringu. Þetta var að gerast á afturbrettum, hurðum og skottloki á Mazda 3 og 6. Þegar þetta gerðist á afturbrettum var ryðið hreinsið, afturbrettin og afturhurðar málaðar. Á hurðunum var ryð farið að myndast á samskeytum hurðabyrðis að innanverðu við sílsa þá var gamla kíttið spænt upp, saumurinn hreinsaður, kíttað og málað aftur.