Author Topic: Mazda 6 lakkgalli  (Read 2555 times)

Offline sal0401

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Mazda 6 lakkgalli
« on: February 20, 2013, 10:39:36 »
Sælir.
Er með Mazda 6 2006 árgerðina sem er orðin alveg skelfilega illa farin á lakki, sérstaklega að aftanverðu og á toppnum. Er búinn að vera að reyna að ræða við Brimborgu án árangurs. Hitti mann um daginn sem sagðist hafa átt samskonar bíl sem var farin að skemmast eins og minn. Hann fór í Brimborg og þeir löguðu hans bíl, með tilheyrandi veseni. Er einhver þarna sem þekkir til þessara mála? Hvað er best að gera? Ég hef ekki farið reglulega í þjónustuskoðun hjá Brimborgu, en bílinn hefur alltaf verið smurður á réttum tíma á smurstöðum úti á landi og er smurbók því til staðfestingar. Ég er bara ekki sáttur við að þeir skuli laga samskonar bíl en neiti að laga minn, þrátt fyrir samskonar galla. HAnn fékk það upp úr einhverjum versktæðismanni hjá Brimborgu að um væri að ræða galla í samsetningu.

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Mazda 6 lakkgalli
« Reply #1 on: February 20, 2013, 21:55:37 »
Það er spurning hvað er langt síðan hinn bíllinn var lagaður og hvað þeir ábyrgjast svona lagað lengi,bíllinn er náttúrulega 7 ára gamall.
Mér þætti þó eðlilegt að þeir myndu skoða bílinn hjá þér, ég veit til þess að fleiri bílar hafa verið claimaðir á þennan hátt.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline sal0401

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Re: Mazda 6 lakkgalli
« Reply #2 on: February 21, 2013, 09:35:06 »
Sæll. Hinn bíllinn var lagaður í fyrra, en já rétt hjá þér með aldurinn á minum, en eins og þú segir að þú vitir af fleiri bílumsem voru claimaðir. Veistu hvort það hafi verið út af þessum lakkskemmdum?

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mazda 6 lakkgalli
« Reply #3 on: February 21, 2013, 10:04:11 »
Þetta var amk. ábyrgðarmál, þeir bílar sem fóru í Þjónustuskoðanir hjá Brimborg og voru komnir með merki um að ryð væri farið að myndast voru sendir í lagfæringu. Þetta var að gerast á afturbrettum, hurðum og skottloki á Mazda 3 og 6. Þegar þetta gerðist á afturbrettum var ryðið hreinsið, afturbrettin og afturhurðar málaðar. Á hurðunum var ryð farið að myndast á samskeytum hurðabyrðis að innanverðu við sílsa þá var gamla kíttið spænt upp, saumurinn hreinsaður, kíttað og málað aftur.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is