Sælir strákar og gleðilega hátíð.
Við feðgar erum búnir að dunda okkur aðeins í nokkrum hlutum sem við teljum nauðsynlega, eftir að hafa notað bílinn í eitt sumar. Í fyrsta lagi erum við búnir að setja í hann Power diskabremsur að framan, sem við áttum að gera strax eins og einhver sagði réttilega. Síðan settum við í hann orginal Cowl Induction system, en það verður að fylgja þessu 69 húddi sem er á honum. Eftir þó nokkrar ábendingar og áskoranir, settum við krómaða sílsalista á hann, en þeir voru til og komu á honum á sínum tíma. Að lokum settum við í hann 3ja punkta bílbelti, sem passa ótrúlega vel við allt saman.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir. Í vor verður síðan sett í hann 3:73 drif með læsingu, sem búið er að útvega.
Kveðja,
Skúli K.