Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

68 Camaro - There will be blood part III - Myndir

<< < (3/6) > >>

GunniCamaro:
Gaman að þessu, má eitthvað upplýsa um hugsanlegt útlit, útfærslur og/eða vélbúnað ?

Moli:
Illa gott alveg hreint, 10 rokkstig.  8-)

Arni-Snær:
Takk fyrir áhugann, alltaf gaman þegar menn fylgjast með.... vonandi spenntir.

Planið er semsagt þetta:

Bíllinn fer vonandi í sandblástur í janúar.  Í framhaldi af því verður því sem þarf að skipta út, skipt út og annað bætt.  Bíllinn verður mini többaður, 9" ford hásing fer undir með öllu nýju sem henni tilheyrir fyrir utan rörið. Wilwood diskabremur að aftan og framan að sjálfsögðu.  Bíllinn verður á fjöðrum frá Calvert Racing, Cal-Tracs system frá a-ö semsagt demparar, gormar, fjaðrir og spyrnubúkkar eða hvað það nú heitir.  Grindin verður að sjálfsögðu blásin og máluð ásamt öllu öðru mögulegu.  Allar skrúfur og festingar frá a-ö verða nýjar.  Tubular arms(spyrnur) verða að framan og eitthvað sway bar upgrade.

Liturinn verður aftur matt svartur. Búrið verður áfram bleikt og botninn undir bílnum skal verða bleikur. Felgurnar sem munu prýða hann svona allavega uppá braut eru nýjar American Racing Outlaw I. 15" felgur, 7" breiðar að framan 10" breiðar að aftan. Afturdekk, Hoosier Drag Radials 275-60-15.

Planið er að eiga annað sett af felgum en það kemur seinna.

Mótorinn er ekki kominn saman ennþá en síðasti hlutinn sem á hann vantar lendir væntanlega fyrir áramót og hefst þá samsetning.  Ég hef ákveðið að vera ekkert að upplýsa alltof mikið hvað það varðar en það kemur allt saman í ljós :) það er allavega BBC með allskonar skemmtilegheitum.

Skipting: 350 skipting, reverse, full manual m.stall brake
Converter: Custom converter frá transmission specialties. Stall um 4500

Innrétting fær smá andlitslyftingu en hana ætla ég síðan að taka betur í gegn eftir næsta sumar svo ég nái nú allavega nokkrum rönnum ;)

Framtíðarplanið eru flottir leðurkörfustólar með bleikum útsaumum, aftursæti í stíl ásamt hurðarspjöldum.

Hérna er síðan mynd af bílnum sem ég ætla að reyna copera sem mest:



Ramcharger:
Hrikalega röff 8-)

Kristján Skjóldal:
bleikur lítur út um allt :-kþar fór það :mrgreen:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version