Kvartmílan > Mótorhjól

Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012

(1/4) > >>

Haffman:
Regluverk fyrir hjól er enn í vinnslu en klárast fyrir 1.des.

En það sem er klárt verður ekki breytt úr þessu eru flokkarnir. Ég tel óþarfi að hafa það "leyndar mál" og ætla þvi að birta þá hérna, með fyrirvara um að regluverkið er ekki klárt og gæti breyst þó það teljist ólíklegt.

1. og 2. gr. Flokka skipting:
1.Kvartmíla, Götuspyrna, hjólamíla og aðrar spyrnur á malbiki

1.1.Krossarar (K)
1.1.1.Öll krosshjól leyfð
1.1.2.Ökutæki þarf ekki að vera á númerum
1.1.3.Dekkjabúnaður er frjáls
1.1.4.Neyðarádrepari sem hægt er að ná í með báðar hendur á stýri.

1.2.F hjól (F)
1.2.1.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.2.2.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir

1.3.Hippar (H)
1.3.1.Hippar með 3 cyl eða færri
1.3.2.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.3.3.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir

1.4.Götuhjól að 900cc (G-)
1.4.1.Götuhjól með 899 cc eða minni mótor
1.4.2.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.4.3.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.4.4.Strappar, lengingar, ofrisvarnargrindur og allar mótorbreytingar bannaðar.
1.4.5.Aukaaflgjafar bannaðir

1.5.Götuhjól 900cc og yfir CC (G+)
1.5.1.Götuhjól með 900 cc eða stærri mótor
1.5.2.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.5.3.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.5.4.Strappar, lengingar, ofrisvarnargrindur og allar mótorbreytingar bannaðar.
1.5.5.Aukaaflgjafar bannaðir
1.5.6.Leyfilegt er fyrir hjól með 600cc til 750cc mótor og mótorbreytingar að keppa í þessum flokk. Að öðrum kosti fara öll hjól með mótorbreytingar í O eða B flo

1.6. Breytt Götuhjól
1.6.1. Götuhjól með breytingar á mótor
1.6.2. Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.6.3. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.6.4 ofrisvarnargrindur bannaðar.

1.7 Opinn flokkur (O)
1.7.1 Öll mótorhjól leyfð
1.7.2 Ökutæki þarf ekki að vera á númerum
1.7.3 Dekkjabúnaður er frjáls

1.8 Breyting á mótor
1.8.1 Í öllum flokkum nema opnum flokki skal nota mótor úr vélhjóli. Sé skipt um mótor, ákvarðar ný vél flokk ökutækis. Taka skal mið af rúmcentimetrum og þeim breytingum sem eru í vél/mótor ef einhverjar eru. Hjól með mótor annan en þann sem kom í hjólinu frá framleiðanda þurfa að standast löggilta aðalskoðun. Að öðru leitu þurfa hjól að vera Homologation frá FIM í flokkum K,G+,G-,B
1.8.2 Mótorbreytingar teljast allar breytingar sem átt er við mótor. Breytingar á þjöppu, stimplum, sveifarás, kambás, heddpakkningu og “blue print”. Þessi listi þarf ekki að vera tæmandi. Heimilt er að breyta og skipta um kúplingsbúnað, hvort sem er körfur, diska, gorma eða annað sem tilheyrir kúplingu.
1.8.3 Keppnistjóra er heimild til að vísa keppanda úr keppni fyrir brot á þessum reglum sé brotið vísvitandi eða færa keppanda um flokk séu aðrar ástæður fyrir broti.
1.8.4 Keppanda er skylt að kynna sér breytingar á keppnistæki, skrá sig í réttan flokk og gefa upp breytingar (eigi það við) telji skoðunarmaður, keppnisstjóri eða Götuhjóla og spyrnunefnd MSÍ ástæðu til.

2.Sandspyrna:
2.1.Unglingaflokkur (MU)
2.1.1.Krosshjólaflokkur fyrir 14, 15 og 16 ára unglinga
2.1.2.Krosshjól og endurohjól leyfð
2.1.3.Hámarks vélarstærð 250cc
2.1.4.Engin þyngdartakmörk
2.1.5.Skylt er að loka framgjörð tryggilega

2.2.Mótorhjól 1 cyl (1C)
2.2.1.Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð Hjól (tvíhjól)
2.2.2.Hámarksvélarstærð 1 cyl
2.2.3.Engin þyngdartakmörk
2.2.4.Skylt er að loka framgjörð tryggilega

2.3.Mótorhjól 2 cyl + (2C+)
2.3.1.Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð Hjól (tvíhjól)
2.3.2.Bílvélar bannaðar
2.3.3.Engin þyngdartakmörk
2.3.4.Skylt er að loka framgjörð tryggilega

2.4.Fjórhjól (FJ)
2.4.1.Fjórhjól, þríhjól og sexhjól
2.4.2.Enginn hámarksstærð á vél, bílvélar bannaðar
2.4.3.Enginn þyngdartakmörkun

2.5.Vélsleðar (V)
2.5.1.Vélsleðar knúnir einu belti
2.5.2.Enginn hámarksstærð á vél, bílvélar bannaðar
2.5.3.Enginn þyngdartakmörkun
2.5.4.Skylt er að loka gati fremst á skíði tryggilega

Sé eitthvað sem mönnum finnst "ekki eiga rétt á sér" eru þeir vinsamlegast beðnir um að koma þeim skoðunum
til síns manns innan Götuhjóla og spyrnunefdar. Í BA tilfelli er það Björgvin og hjá KK er það Jón Bjarni þeir munu síðan ræða það áfram hvort breytingar séu nauðsinlegar.

SupraTT:
líst bara helvíti vel á þetta :) 

Lindemann:
Þetta er flott! mér finnst þetta vera einfaldar, skýrar og góðar reglur miðað við fyrstu sýn a.m.k.  :D

Seini:
Ansi mikil einföldun.  :shock:

1965 Chevy II:
Er ekki svoldið gróft að götuhjól með lengri gaffal og nítró lendi í flokk með þessu ??? :


Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version