Kvartmílan > Aðstoð

Vetrardekk á Mazdaspeed3

(1/1)

mazdaspeed3!:
Sælir félagar
Ég keypti Mözduspeed3 2008 í haust og núna þegar það er byrjað að snjóa er ég að lenda í smá veseni með bílinn þar sem ég þarf að láta vetrardekkin undir og á þau ekki.
En þar sem bílinn er á 18 tommu felgum þá eru dekk rándýr og einnig er erfitt að umfelga felgurnar. Svo ég er að skoða möguleikan á því að setja 16 eða 17 tommu felgur undir bílinn en ég þekki bara ekki hvort það sé möguleiki. Það væri fínt ef einhver þekkti eitthvað til um þessa bíla og hvort ég geti minnkað felgurnar

Sterling#15:
Það er ekkert mál ef þú átt eða getur reddað 16" felgum.  Eg er með tvær Mazda 3 Sport og þær eru á 18" sumardekkjum og svo er ég með 16" á felgum fyrir veturinn. 205/55/16.  Hann Piero hjá BJB í Hafnarfirði er með góð dekk á fínu verði.

Hr.Cummins:
Ég held að Mazdaspeed bæði 6 og 3 fitti ekki minni felgur en 16" en það þarf að vera með réttu offset, allavega á MPS sexunni...

Vonandi er reddast þetta...

mazdaspeed3!:
Takk fyrir svörin. Ég veit að það er munur á bremsukerfinu í sport og speed sem gerir það að verkum að þeir sem seldu mér bílinn eru ekki pottþéttir á því hvort 16 tommur komist undir en voru samt nokkuð vissir um að 17 kæmist..

Hr.Cummins:
Ég tel mig vera handvissan um að það komist 17", það komust 16" undir MPS hjá vini mínum, en voru frekar útstæðar...

Navigation

[0] Message Index

Go to full version