Kvartmílan > Aðstoð
mála flækjur?
diddi125:
hvað getur maður notað til að mála flækjur? eitthvað ódýrt og þæginlegt. er hægt að nota svona sprey til að mála grill? tollir það eitthvað á?
1965 Chevy II:
BBQ paint í brúsum virkar fínt.
Hr.Cummins:
Hefur það verið að tolla á hjá mönnum ???
Ég hef nú alveg notað ýmislegt og prófað hitt og þetta og alveg sama hvað þá flagnar eða brennur málningin alltaf af...
Spurning hvort að 1900°F afgashiti hafi eitthvað með það að gera, en hitinn er ekki stöðugt þannig...
1965 Chevy II:
Það hefur dugað mér vel, keypti mitt í N1, rustoleum fæst í Húsasmiðjunni það er auglýst fyrir 750°C, ég hitaði mínar vel milli umferða með hitabyssu. Svo er gott að glerblása þær áður. Sennilega besti valmöguleiki sem við höfum hér heima og kostar lítið nema vinnu.
baldur:
Já það tollir ágætlega á þetta rustoleum, en málmurinn verður að vera algjörlega laus við ryð svo það tolli á.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version