Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Pontiac Firebird 350 1968

(1/4) > >>

birgirdavid:
Gott kvöld peyjar

Mig langar pínu að fræðast um bílinn hans afa sem er búinn að liggja inn í bílskúr síðastliðinn 23 ef ekki fleirri ár.
Um er að ræða Pontiac Firebird 350 1968 árgerð, með 350 mótor og já þetta er eyjabíllinn.
Afi minn heitir Guðjón Stefánsson og er búinn að eiga bílinn í langan tíma. Þannig ég var að spá hvort einhver vissu um þennan bíl s.s. hverjir væru fyrrum eigendur og hvort það væri til einhverjar myndir af honum ? :)

Læt fylgja með nokkrar myndir hvernig staðan á honum er í dag. Það er verið að fara gera hann allan upp og svona. ;)

Moli:
Sæll,

Gaman að fá nýlegar myndir og fréttir af þessum. Hvernig var aftur sagan þegar hann eignast bílinn? Einhverntíman heyrði ég hana þannig að hann hefði keypt bílinn óséðan eftir gos?

Hér er ferill bílsins, en hann nær bara til 1974 sem er að öllum líkindum þegar afi þinn eignast hann:

EG-887 (fastanr)   
Engin Undirtegund      
223378 U 158922      
Grænn      
      
Eigendaferill      
8.11.1974   Guðjón Stefánsson
      
      
Skráningarferill      
1.1.1900   Nýskráð - Almenn   
      
Númeraferill      
8.11.1974   V602    Gamlar plötur


Það væri gaman að sjá fleiri gamlar myndir af bílnum ef einhverjar eru til í ykkar fórum.

Hér er svo ein gömul mynd af honum:

Kiddi:
.... og af hverju er þetta 400 bíll?

Belair:
ekkert ram air ekkert Pontiac merki á stuðarnum og enginn 400cu motor = ekki 400 [-X nema hann hefur lemt i tjóni og set á hann normal hood ,stuðarir og set í hann 350
2=Pontiac
23=Firebird
37=2-door coupe
8=1968
U=Lordstown, OH
158922=v8

kallispeed:
mmmmm... langar.... :mrgreen:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version