Kvartmílan > Almennt Spjall
Takk fyrir trakkið
maggifinn:
Þetta er búin að vera löng leið að settu marki en það hafðist í dag.
Kryppan hjá Dadda fór undir index og það hefði ekki verið hægt nema með jöfnum og góðum brautarskilyrðum sem Klúbburinn vann að hörðum höndum í dag. Brautin var ekki bara full af gripi, heldur var hún stöðug þessar ferðir sem við fórum yfir daginn og hélt á báðum akreinum.
Ekki spillti veðrið heldur, nóg af kræsilegu súrefni.
Gaman að slútta keppnissísoninu svona fantaflott, með sigri og ferð undir kennitíma.
Takk fyrir okkur.
Daddi, Stjáni og Maggi
Skúri:
Til hamingju með daginn prjón feðgar =D>
Synd að missa af þessu í dag, en gamli er nú örugglega ekkert að hætta svo maður bíður spenntur eftir næst tímabili :mrgreen:
Kristján Skjóldal:
flottir =D>var það ka boom vélinn sem var notuð??
1965 Chevy II:
Frábær tími hjá ykkur og mjög gaman að sjá kryppuna loksins eins og á teinum, til hamingju með daginn og takk fyrir takkið með trakkið. 8-)
maggifinn:
--- Quote from: Kristján Skjóldal on September 08, 2012, 20:54:20 ---flottir =D>var það ka boom vélinn sem var notuð??
--- End quote ---
Nei hún skilar ekki svona hp/cid, og er öll í tætlum enn.
Hefst vonandi saman fyrir næsta sand....
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version