Kvartmílan > Almennt Spjall

Innflutningur á bílum frá Þýskalandi

(1/1)

saabsel:
Sælir..og gleðilegt ár.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það gæti kostað að taka inn bíl frá Þýskalandi.
Ég hef verið að skoða www.mobile.de...
dæmi: Ef bílinn kostar 15.000 evrur (* 90) =  1,350,000. Hvaða tölur bætast við...? Miðað við að bílinn sé með vél stærri en 2.1 lítrar

Flutningur = X krónur
VSK = X krónur
Tollur = X krónur
Fleira??? = X krónur

kv.
Saabsel

Mustang Fan #1:
kíktu á spjallið hjá bmwkraftur.is þar inni er mög flott fottit sem reyknar þetta fyrir þig

Twincam:
umm.. ef ég man þetta rétt.. þá er þetta svona

Ef við miðum við bíl með yfir 2ja lítra vél og flutningi á 100.000kr

15.000€ x 90 = 1.350.000kr
+ 100.000kr flutningur
=1.450.000kr x 1.5% í eitthvað gjald
+21.750kr  
=1.471.750 x 45% tollur
+662.288kr
=2.134.038 x 24.5% virðisauki
+522.839kr
=2.656.877kr
+ skráningargjald, skoðun og númer. C.a. 20.000kr að mig mynnir.

= 2.676.877kr kominn á götuna.

TONI:
Sælir
Sé miðað við hæðsta tollaflokk er bara fínt að leggja saman allan kostnað og marfalda með 1.83 þá á þetta að vera nokkuð nærri lagi þ.e.a.s. bíllinn, fluttningurinn og þessháttar x 1.83. Kv TONI

Navigation

[0] Message Index

Go to full version