Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Mustang Grande

(1/3) > >>

hp2:
Veit einhver um Mustang Grande 1971 með 351 Cleveland vél? Var svartur fyrir tæpum aldarfjórðung síðan en veit ekkert um þennan bíl í dag. Man að númerið á honum endaði á ...53

Moli:
Fann tvo bíla sem koma til greina, báðir grandé. Veistu hver eigandi var eða á hvaða árum?

Ramcharger:
Vinur minn átti einn brúnan með svartan vinyl.
Þetta var frá "82 til "83 sem hann átti þennan Grande.

Hann heitir Jóhann Jakob Sigurlaugsson

Moli:

--- Quote from: Ramcharger on September 04, 2012, 05:56:32 ---Vinur minn átti einn brúnan með svartan vinyl.
Þetta var frá "82 til "83 sem hann átti þennan Grande.

Hann heitir Jóhann Jakob Sigurlaugsson

--- End quote ---

Það mun þá hafa verið þessi. Hann er víst enn til í dag, er í geymslu.


Líklega sá sami?

429Cobra:
Sælir félagar.  :)

Þessi brúni Grandé Mustang á myndunum hér að ofan hefur ekki verið með 351 Cleveland, eða allavega ekki frá 1985.

Ég eignaðist þennan bíl 1987/8 og þá var hann með 302cid og flækjum og virkaða bara ágætlega svoleiðis miðað við tveggja hólfa blöndung og standard vél.

Efri myndin er tekin eftir að ég seldi bílinn, en eftir það var hann gerður upp og 302 vélin tjúnuð örlítið.
Eigandinn (sem er sá sami og keypti bílinn af mér) hefur búið í Danmörku undanfarin ár en er nú að mér skilst kominn til landsins aftur.
Þannig að við skulum vona að þessi græja fari að  koma aftur á göturnar þar sem hann er víst mega flottur og það er bara lokafrágangur eftir.

Já og þessi bíll var upprunalega 6cyl.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version