Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Pontiac

<< < (4/5) > >>

ymirmir:
nú er það? Er hægt að líta á þennan bíl eða er hann í dekri innandyra?

70 olds JR.:
hann stendur þar sem myndin var tekin á sama stað

ymirmir:
og hvar stendur hann?

GunniCamaro:
Ég var að ræða við eigandann að þessum bíl og hann var frekar óhress með þennan þráð vegna þess að það var farið í bílinn og stolið vírofnum kveikjuþráðum úr bílnum og lofthreinsaranum.
Það er ekki vitað hvort þessi þráður hafi verið kveikjan að þessum þjófnaði í bílnum en það gerðist eftir að myndin birtist hér.
Það er þá spurning að þeir sem starta þráðum um bíla sem viðkomandi á ekki, hvort við þurfum að hafa það í huga að fara varlega í myndbirtingar og staðsetningar á bílum.
Á myndinni af bílnum er hægt að átta sig á staðsetningunni og þótt það sé gaman að sjá myndir af sjaldséðum bílum sem gleðja langstærsta hluta bílaáhugamanna er því miður óprúttnir aðilar sem svífast einskins til að stela frá öðrum.
Þannig að við lýsum hér með eftir lofthreinsara og vírofnum kertaþráðum.

Dodge:
Þetta er mjög hæpið argument..... það er ekki eins og þetta sé eini bíllinn á landinu með lofthreinsara og kertaþráðum, og menn sé bara búnir að vera að vafra um netið að bíða eftir að komast að því hvar hann er staddur.....

En töff bíll.. og flameið er snilld!  =D>

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version