Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

stallaðir converterar

(1/1)

351:
Góðan dag ég vil sita inn fyrirspurn  um convertera hvernig eru þeir að virka ? hverjir eru gallar og hverjir eru kostir. Hvernig er að  aka td 3000 stölluðum conv á ca 90  og vélinn er á ca 2800 ? er hann að snuða  og hitna  er bíllinn að eíða upp úr öllu valdi á meðan. Ég er með 351 c sem er með ás sem er með 280 til 304 gráðum 350 drif og vel tjúnuð vél . Góðir menn hafa bent mér á að nota converter sem er að stalla í 3000  hvað finnst ykkur

1965 Chevy II:
Sæll, það er talað um að converterar stalli á x snúning (converter stall speed) en ekki að þeir séu stallaðir. Hvort þeir snuði mikið hefur ekki endilega allt með það að gera með hversu hátt hann stallar.

Ég hef verið með volgann 400cid pontiac og 11" converter sem stallaði að 2800rpm og var ömurlegur í akstri, tók varla af stað á ljósum nema að gefa vel inn og snuðaði upp brekkur.

Núna er ég með sérsmíðaðan converter sem stallar 5800rpm og bíllinn lullar áfram í hægagang og keyrir eins og cadillac. Slippið í þessum converter er um 4-5%.

Ég mæli með að þú látir Neal Chance smíða converter fyrir þitt combo, þú sérð ekki eftir því:
http://www.racingconverters.com/converters.html#STREET

Ég er með svona coverter sem maður getur sjálfur skrúfað í sundur og breytt með nýju gramsi ef þú breytir vél seinna eða ferð í nítró eða annað en þeir kosta svoldið :
http://www.racingconverters.com/converters.html#BOLTED

Hér geturðu lesið um hvernig converter virkar :
http://www.carcraft.com/techarticles/selecting_right_torque_converter/index.html

Gangi þér vel með þetta.

Heddportun:
Já Marty Chance getur smíðað flottan converter fyrir þig,best er ef þú ert með dyno af vélinni sem þú sendir honum en ekki nauðsyn

Það sem þú vilt fá er converter með lockup en þá er ekkert slipp á honum þegar hann læsist en fer eftir því hvaða skiptingu þú ert með í bílnum?

Navigation

[0] Message Index

Go to full version