Það þarf að stofna svona FFA (free for all) flokk allir á móti öllum, gæti verið fun
Ja afhverju ekki? Þegar svona léleg þátttaka er, þá verður bara að "aðlaga" keppnirnar að keppendum. Tek undir þetta, það gæti einmitt verið gaman að sjá mismunandi öfluga bíla keppa, en þá með forskoti, eins og í t.d. í Bracket.
Það eru sýndir TV þættir "Pink - Lose the race, Lose your ride" - skemmtilegir þættir. Þar missa menn bílanna sína ef þeir tapa en það er kannski ekki það sem menn vilja hér, heldur er skemmtilegi faktorinn þar sá, að menn fá einmitt forskot á hægari bílum (eins og í bracket).
En fyrir marga áhorfendur er þetta skemmtilegt og það er kannski það sem við þurfum núna að huga að?
Það þarf að laða fleiri áhorfendur og það gerum við varla með örfáum keppendum? (Sem orsakast kannski af keppniskostnaði, sbr ÍSÍ gjald upp á 15.000 kr á hvern keppenda.)
Ég hef sagt það áður, og endurtek það gjarnan. Það á að vera frítt fyrir keppendur að taka þátt, þeir verða þó að vera meðlimir í akstursfélagi (gæti verið KK í þessum keppnum þar sem þeir keppa frítt) og uppfylla öll öryggisatriði skv reglum KK, en þetta gæti aukið vinsældar sportsins. Ég hef heyrt um að menn sú þessu ósammála og virði ég að sjálfsögðu þær skoðanir. Hinsvegar má kannski núna í okkar "kreppu" skoða þennan möguleika. Það þarf að auglýsa það vel og láta reyna á þetta í nokkrum keppnum, ekki bara einni keppni. Jafnvel að prufa þetta allt næsta sumar?
Því við eigum að geta náð mun fleiri áhorfendum á okkar atburði!
"Velgjörðarmaður Kvartmíluklúbbsins."