Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Chevrolet camaro ss 1997 30th anniversary
carhartt:
Keypti mér þennan loksins. hann var auglýstur í fyrra og þá reyndi ég að kaupa hann og það gekk ekki upp þá . enn síðan bara fimmtudaginn í síðustu viku þá sá ég hann auglýstan á barnalandi.is og ég festi kaup á honum um leið í gegnum símann..
Það eru bara tveir svona ss bílar á landinu (hinn er grænn) . það voru alls framleiddir 957 ss camaroar árið 1997. svo þessi camaro er frekar sjaldgæfur.
Það er Hellingur sem þarf að gera fyrir þennan bíl og verður það gert í rólegheitunum.. ég hef ekki séð bílinn sjálfur . enn hann er kominn á sinn stað í bili, ég kem til íslands eftir rúman mánuð og þá verður pantað og eitthvað unnið í honum myndi ég halda.
það þarf að taka upp sjálfskiptinguna, það verður strax farið í það það er búið að rífa hana úr bílnum.
það þyrfti að heilmála hann . og bíllinn er búinn að standa að mér skilst síðan 2006 enn sem betur fer ekki allan tímann úti . svo hann er ekki ryðgaður neitt að viti . afturbrettið farþegamegin er beyglað og það er búið að lykla bílsjórahliðina. Og síðan kemur örugglega eitthvað fleira í ljós þegar áfram er farið að skoða bílinn. enn ég ætla allavega að gefa mér tíma í að laga þennan bíl og gera hann almennilegan
Basicly er ég ekki með nein plön fyrir hann ennþá, hérna ætla ég að henda inn myndum sem ég fékk sent á mig áðan og ætla leyfa ykkur að fylgjast með þessu hjá mér :)
Mig hlakkar til að fara skrúfa!!!
Kowalski:
Þessi fór svakalega illa eitthvað. Þú gerir gott úr þessu. :wink:
carhartt:
--- Quote from: Kowalski on June 25, 2012, 10:15:16 ---Þessi fór svakalega illa eitthvað. Þú gerir gott úr þessu. :wink:
--- End quote ---
hann verður flottur aftur :)
GunniCamaro:
Það gaman að sjá þegar þessi kemur aftur á götuna þar sem þessir SS bílar voru sjaldgæfir, reyndar held ég að það sé smá misskilningur á ferðinni með heitið á árgerðinni.
Bíllinn er sannarlega framleiddur á 30 ára afmælisárinu en "Chevrolet camaro ss 1997 30th anniversary" var sérstakur bíll og það er til einn svona hérlendis, sjá tilvitnun hérna, tekið úr Camarogreininni minni á camaro.is :
"Árg. 1997 var 30 ára afmælisgerð (nr. 3) og var boðin “30th Anniversary” útgáfa sem var hvítur Z-28 Camaro með Hugger orange rendur í anda ’69 Pace car Camaro með hvítri innréttingu og svartri og hvítri taumiðju og 30 ára afmælismerki útsaumað í hauspúðunum. SLP framleiddi 1063 SS Camaro í afmælisútgáfunni þar af 106 með LT4 Corvettuvélinni (330hp.), samtals voru 4540 afmælisútgáfur árg. 97 framl. Aðrar gerðir breyttust lítið."
Kveðja
Gunni camaro
GunniCamaro:
Hérna er úr sömu grein umfjöllun um þegar 1996 SS Camaro kom á markaðinn :
"Árg. 1996 kom SS Camaro aftur fram á sjónarsviðið, frá SLP (Street Legal Performance) fyrirtækinu sem breytti bílum frá GM með leyfi frá þeim, svipað og Carroll Shelby gerði fyrir Mustang. Þessir bílar voru seldir í gegnum umboðsmenn GM með ábyrgð og voru þetta Z-28 bílar, tjúnaðir í 305hp, 315hp. með sér SLP-pústkerfi. Þetta voru tryllitæki með sérhúdd í anda fyrstu kynslóðar, 17” felgur + 1LE pakkann og SS merki í stað Z-28.
Z-28 var áfram fáanleg og núna allir með 285hp. vélinni og nú voru allir Camaro með loftkælingu.
RS kom aftur sem sportleg útgáfa af V6 bílnum sem voru allir með 3.8L vélinni. 12 diska CD spilari fékkst ’96
Y87 pakki var fáanlegur á Coupe og RS sem var: diskar að aftan, 3.42 drifhlutfall og Z-28 fjöðrun."
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version