Tek undir það að það eru ákveðin vonbrigði að ekki fleiri sýni þessari flottu keppni meiri áhuga.
Mögulega er tímasetningin ekki sú besta þar sem ýmislegt annað er í gangi um sömu helgi s.s. torfæra í Vestmannaeyjum sem mér skilst að sé vel bókuð af keppendum og svo er einnig Landsmót bifhólamanna haldið í Húnaveri.
Kannski hefði verið skynsamlegra að hafa King of the Street á öðrum tíma til að fleiri sem hefðu áhuga á að keppa, gætu séð sér fært að mæta?
Ég er þess fullviss að stjórnin hefur gert sit besta til að þessi keppni skarist sem minnst við aðra mótorsports atburði, en það er spurning um að finna aðra helgi á næsta ári?
Þetta er bara hugleiðing í þeirri von að við í KK gætum fengið sem flesta til að keppa.
Sjáumst á kvartmílubrautinni!