Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Kvartmíluæfing 2 júní!

<< < (4/5) > >>

Elmar Þór:

--- Quote from: Gunnar M Ólafsson on June 02, 2012, 18:21:37 ---
--- Quote from: Kjarri on June 02, 2012, 17:59:45 ---Takk fyrir flotta æfingu í þessu líka fína veðri vonandi verða fleirri svona góðir dagar í sumar :)


--- End quote ---

Sama segi ég  8-)

--- End quote ---

Já þetta var virkilega góður dagur, eiginlega bara drullu fúllt hvað mættu fáir til þess að keyra.

SPRSNK:
Klúbburinn er að reyna að skapa umgjörð sem eykur afnot brautarinnar með auknum æfingumdögum.
Synd hversu fáir láta sjá sig  [-X

Lindemann:
Já það er synd hvað fáir hafa verið að láta sjá sig það sem af er tímabils.
Ég persónulega er alveg tilbúinn til að standa á brautinni í góðu veðri fyrir þó það séu ekki nema 10 bílar, en aftur á móti er kostnaðurinn við að preppa brautina eitthvað sem þarf að hafa meiri áhyggjur af þegar svona fáir mæta.

Ég hef samt trú á því að þetta glæðist þegar líður á sumarið, kannski er það bara mín einfalda bjartsýni en ég vona að á næstu æfingum verði fleiri þáttakendur svo það verði hægt að halda eins mörgum æfingum og veðrið býður uppá!

Dagurinn í dag var flottur og gripið virtist mjög gott miðað við hvað fáir bílar voru að keyra. Ég hvet því alla til að mæta á næstu æfingu sem verður og að sjálfsögðu íslandsmótið næstu helgi! Þó að menn ætli sér ekki að keppa í öllum íslandsmótum þá er gaman að prófa, þó þaðsé ekki nema eitt.
Enginn fær delluna án þess að prófa!

bæzi:

--- Quote from: Lindemann on June 03, 2012, 03:34:20 ---Já það er synd hvað fáir hafa verið að láta sjá sig það sem af er tímabils.
Ég persónulega er alveg tilbúinn til að standa á brautinni í góðu veðri fyrir þó það séu ekki nema 10 bílar, en aftur á móti er kostnaðurinn við að preppa brautina eitthvað sem þarf að hafa meiri áhyggjur af þegar svona fáir mæta.

Ég hef samt trú á því að þetta glæðist þegar líður á sumarið, kannski er það bara mín einfalda bjartsýni en ég vona að á næstu æfingum verði fleiri þáttakendur svo það verði hægt að halda eins mörgum æfingum og veðrið býður uppá!

Dagurinn í dag var flottur og gripið virtist mjög gott miðað við hvað fáir bílar voru að keyra. Ég hvet því alla til að mæta á næstu æfingu sem verður og að sjálfsögðu íslandsmótið næstu helgi! Þó að menn ætli sér ekki að keppa í öllum íslandsmótum þá er gaman að prófa, þó þaðsé ekki nema eitt.
Enginn fær delluna án þess að prófa!

--- End quote ---

sammála þessu  :wink:

það eru fullt af mönnum sem eiga eftir að koma og keyra í sumar það er á hreinu , ótrúlega skrítið hvað menn eru lengi að taka við sér  :-#

en það er líka spurning að auglýsa okkur meira upp, Þar að segja bara auglýsa test n tune (t.d. í blöðunum og betur á netinu) , bæði kæmu menn sem vilja prófa og svo áhorfendur í beinu kjölfari, myndi klárlega svara kostnaði á endanum.

mér finnst þetta allavegana ekki vera nógu mikið látið vita á vefnum, spjöllunum og tala nú ekki um facebook.  :mrgreen:
maður segir manni virkar alltaf vel  :!:.

en annars finnst mér þetta flott fyrirkomulag að hafa svona mikið opið en að sjálfsögðu gengur það ekki upp á lengri tíma litið ef að menn fara ekki að mæta fleiri í hvert skipti.

kv bæzi

Elmar Þór:
Kostar inn á test and tune daga fyrir áhorfendur ? Sá að það voru nokkrir í hrauninnu að horfa.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version