Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Six-pack Challenger
Doctor-Mopar:
Núna er komið að því að mála Challengerinn sem við bræður erum búnir að vera að gera upp eða öllu heldur eiga í mörg ár. Gunnar Bjarnasson bifreiðasmiður er búinn að rétta bílinn og grófsparsla fyrir sprautun.
Ég er búinn að vera að leita að góðum málara sem er tilbúinn að taka þetta að sér en leitin gengur frekar illa. Ef einhver bílamálari er að lesa kvartmíluspjallið og hefur áhuga á að skoða málið þá má hann hafa samband.
Myndirnar sem ég set hér með innlegginu eru gamlar. Það er búið að rétta og sparsla hurðirnar og fleira sem sést ekki á þessum myndum.
Ég er með síma 8630721
Moli:
Til fyrirmyndar, út í eitt. =D> 8-)
Ramcharger:
=D> =D>
Er þetta number match six-pack og hver er sagan á bak við hann?
Doctor-Mopar:
Þetta er number matching sixpack challenger. Þegar aftursætið var tekið úr bínum lá orginan skráningarseðillinn undir gormunum. Myndin er af skjalinu. Allir kóðarnir segja til um hvernig bíllinn kom frá verksmiðjunni.
Viggo heitir maðurinn sem flutti bílinn inn 71 eða 72 held ég. Síðan hafa ýmsir átt bílinn en hann var tekinn í sundur sennilega fyrir sirka 25 árum síðan. Ég og Alli bróðir keyptum bílinn í pörtum af Gulla Emils á Flúðum fyrir um 10 árum og ætlum að klára að setja hann saman. Þetta hefur tekið langan tíma en skröltir samt alltaf smá áfram. Nú er semsagt komið að því að sprauta bílinn og því er ég að leita að góðum málara.
Moli:
Gaman að því að built sheetið hafi fundist og verið svona heilt. =D> :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version