Kvartmílan > Spyrnuspjall

Keyrslufyrirkomulag á OF í sumar

(1/2) > >>

Jón Bjarni:


á fimmtudaginn á félagsfundi ætlum að ræða hvort við keyrum hard core útslátt í of eða 2 ferðir eins og hefur verið gert...

þeir sem hafa eitthverja skoðun á þessu er velkomið að mæta upp á braut svona upp úr kl 20:00

kv
Jón Bjarni

Lindemann:
og mættu einhverjir?

Jón Bjarni:
það mættu allir helstu of menn og það var fallist á að prufa að keyra hard core útslátt í sumar

Harry þór:
Ég hefði nú kosið að boðað hefði verið til fundar með öðrum hætti um svo stórt mál. Þar sem að ég ætla að fara keppa í OF er mér málið skylt og ætla þess vegna að hafa skoðun á þessu máli.

Opnaði netið síðastliðinn laugardag og sá þetta, það hefði nú ekki verið mikið mál að hringja í þessa fáu sem keppa í OF boða þá á fund.

 Hver er hugsunin á bakvið þetta , sparnaður kanski - færri ferðir ?  Eða eru menn hræddir við nýliðana :shock:

 Eins og við vitum eru brautirnar mismunandi og hvað á að ráða vali á braut, besti tími í tímatökum eða sem næst indexi ?

það er ekki beint verið að bjóða nýja keppendur velkomna.

Var rituð fundagerð á þessum fundi svo hægt sé að sjá hverjir tóku þessa ákvörðu ?

Hef alltaf verið á móti að vera hræra í reglum og keppnisfyrirkomulagi korter fyrir síson

 mbk Harry Þór

 

1965 Chevy II:
Sæll Harry,

Það var ákveðið að keyra eina ferð til útsláttar í OF í stað tveggja til þriggja ferða (sama fyrirkomulag og erlendis). Á móti kemur að það verður keppt um 3ja sætið líka í OF.

Þetta er gert til að vandamál varðandi kælitíma í OF verði ekki lengur fyrirstaða og að áhorfendur séu ekki farnir meðan beðið er eftir OF keppendum til að fara
úrslitaferðina ásamt fleirri atriðum.

Endilega heyrðu í Ingó og hann getur farið yfir málið með þér, það er fljótlegra og skilst betur en "þras" hér á netinu sem hver túlkar á sinn hátt  :wink:

Kv.Frikki

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version