MUSCLE CAR DEILD KK
Nú er komið að því að vakna af vetrardvalanum og mæta á fyrsta hitting sumarins.
Hann verður næsta föstudag þ.e. 4. maí kl 20:30 á Grillhúsi Guðmundar Sprengisandi svo framarlega sem veður leyfir, en þetta getur breyst svo þið fylgist með hérna á spjallinu.
http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1518271&x=361281&y=405085&z=9Þarna eru flott bílastæði og staðurinn er mjög huggulegur og með sterka skírskotun í mótorsport.
Planið er að hittast þarna í sumar nema þegar sérstakir viðburðir eru eins og Muscel car dagurinn ofl. Vertinn á staðnum hefur lýst áhuga á að halda með okkur sérdag í sumar sem eingöngu verður tileinkaður „Muscel cars.“ Eins verður vonandi fljótlega hægt að fá afslátt af veitingum þarna fyrir KK fólk, en mætingin mun ráða þar nokkru um.
Það verður bara flott að hittast þarna, fá sér léttar veitingar , rabba saman, skoða bílana og taka svo góðan rúnt ef stemming er fyrir því, eða bara slaka á í góðum félagsskap áður en haldið er heim.
KV. Gunni