Sælir félagar.
Sæll Benedikt.
EF þú ert með 290cid AMC mótor verður þú að nota "flex"plötu/Svinghjól af 290cid AMC og það sama er með damperinn að framan, þar sem AMC V8 eru allar ballanceraðar á "flexplötu/startkransi og síðan á damper.
727/904 AMC kassi (sjálfskipting) passar ekki aftan á 290/343/390 V8 AMC (reyndar passar hann á 1970 390cid AMC) þar sem hún kom fyrst í AMC 1970, og það sama er að segja um IH Scout en þar var um að ræða AMC 401 í nokkrum bílum sem kom eftir 1970.
Sú sjálfskipting sem notuð var á þessa mótora fyrir 1970 var "Borg Warner".
það er hægt að nota 727/904 AMC skiptinguna ef maður notar millistykki og annað hvort rennir af "Converternum" eða stækkar stýrgatið á sveifarásendanum, en það er frekar dýrt og þá er líka hægt að kaupa "converter" fyrir svona notkun.
Ég myndi ráðleggja þér að ná þér annað hvort í 304cid eða 360cid AMC mótor (mun betri hedd á þeim en þeim eldri) og þá 904/727 kassa eða þá Borg Warner T-10 beinskiptann kassa.
Þá er líka alltaf hægt að láta þá í "Stál og Stönsum" ballancera sveifarásinn og þá sleppur þú við allt bras með "flexplötu"/startkrans og damper sem þá yrði bara settur í núll.
Kv.
Hálfdán.