Kvartmílan > Alls konar röfl
Smurbætiefni
GGe:
Hafið þið verið að nota einhver bætiefni í olíuna á bílunum ykkar?
Það er ákveðið efni sem ég nota alltaf eftir að ég sjá prufanir á þessu samanborið við önnur efni. Tók upp þegar ég setti þetta á Suzuki Vitara sem ég átti .
Án ...
Suzuki Vitara V6 without PowerUp Lubricant
Skellti því á og lét ganga ca. 2 mín.
Suzuki Vitara V6 with PowerUp oil additive
Ég testaði þetta á öllum mínum bílum, setti spíssahreinsinn frá þeim á bensínbílanna og diesel bætiefnið á díselbílanna. Olíubætiefnið í smurolíuna á þeim öllum . Fyrir utan það að þagga niður bank í Accentinum og Avensisnum þá duttu þeir niður í eyðslu um 0,9-1,0ltr í eyðslu (mjög gott yfirlit um eyðslu á þeim í langann tíma). Porscheinn lækkaði í eyðslu , nálægt því jafn mikið og hinir tveir. Patrolinn steinhætti að glamra við kaldstart áður en hann náði upp fullum smurþrýstingi og hann varð sprækari. Á BMW setti ég þetta á mótor og drif um leið og ég keypti þannig ég veit ekki hvað eyðslan minnkaði ... en hann er um 6,5ltr innanbæjar , díselbíll.
Mæli með þessu stöffi ! :)
gmc_cool:
Nú spyr maður kannski furðulega, hvar kaupir þú þetta efni?
jeepson:
Ekki ertu að tala um prolong efnin? Hef heyrt að þau séu algjört töfra stöff.
baldur:
Kaupa bara góða smurolíu og þá er engin ástæða til þess að sulla út í hana einhverjum öðrum bætiefnum nema menn viti hvað þeir eru að eltast við og hvað bætiefnin eigi að gera! Meira af einhverju er ekki endilega betra.
Bílvél er samsetning af mismunandi slithlutum sem gera ólíkar kröfur til olíunnar en eru allir smurðir af sömu olíunni. Sveifaráslegur, stimplar, stimpilhringir, ventlagangur og í einhverjum tilfellum gírar.
Bætiefni sem minnkar viðnám í legum eða styrkir olíufilmuna getur leitt til óþéttra stimpilhringja (og aflmissis þar af leiðandi). Rúllu undirlyftur þola einnig alls ekki að olían sé of sleip við þann þrýsting sem þar er, þá fer rúllan að spóla á knastinum og eyðileggur bæði ásinn og rúlluna.
Ef menn hafa áhuga á fróðleik um smurolíur þá er hægt að finna ýmsar góðar upplýsingar á http://www.bobistheoilguy.com
GGe:
Efnið sem ég nota er PowerUP ... keypti það á www.itis.is .
Ég hef verið viðstaddur álagsprufanir með þetta efni og það gerir ekkert nema gott. Prolong er mjög gott , en þetta er ennþá betra held ég.
Baldur , þegar kennararnir í bifélavirkjun voru ungir þá voru þessi efni sennilega öll rusl :lol: Þýðir samt ekki að þau séu það í dag :wink: Það mæla allir með góðri smurolíu. En rosalega margir vilja ekki sá nein bætiefni afþví þau eru öll rusl. Og góð olía á að innihalda allt sem þarf til að veita sem bestu slitvörn. Það er nú samt þannig að það sem ég horfði á var sett bætiefni út í Mobil1 olíu (sem telst góð olía) og það var hægt að bæta vel vil álagið á græjunni sem verið að prufa þetta í.
Það er klárt mál að þú tapar ekki afli á þessu heldur. Því ég þekki til nokkura sem hafa notað þetta og allir tala um smá aflaukningu ... Mig langar sjálfum að prufa það með dyno mælingu án og með efninu.
Ég vinn sem vélstjóri á sjó og keypti þetta á annan bátinn sem ég vinn á. Það var munur á eyðslu og smurolíubrennslan minnkaði.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version