Kvartmílan > Almennt Spjall

Hr. X - 2012

(1/3) > >>

bimmer:
Nú er sumarið alveg að koma, kreppan búin (skv. Ólínu Þ.) og margir
farnir að spyrja hvenær Hr. X komi. 

Svarið er:  Í byrjun júní.

Hann semsagt mætir til að mappa, delimita og hvaðeina sem menn vilja
láta krukka í mótortölvunni.  Gríðarlega vinsælt að láta kreista meira
úr dísilbílum :wink:

Dæmi:

 - eldsneytis og kveikjumöppun eftir breytingar
 - eldsneytis og kveikjumöppun á stock bíl til að auka afl
 - hraðatakmarkari fjarlægður
 - rev limit hækkað
 - launch control (E39 M5)
 - full throttle shifting (E39 M5)
 - "sport" stilling helst inni þótt drepið sé á bílnum (E39 M5)

Verðið er 500 evrur (*) ef vinnan er undir 4 tímum en ef svo ólíklega vill
til að þetta taki meira þá er hver auka klukkutími á 100 evrur.  Það
má geta þess að það er í algjörum undantekningartilfellum sem vinnan
fer yfir 4 tíma og ef það gerist er það venjulega út af því að einhver
bilun er fyrir í bílnum.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

1.  Senda póst á rngtoy@rngtoy.com

2.  Pósturinn þarf að innihalda nafn og símanúmer eiganda, upplýsingar um
     bílinn (tegund, árgerð, vél, breytingar ef einhverjar eru).

3.  Ég safna saman lista og sendi á kallinn og hann segir til um hvað er hægt að gera.

Þegar þetta er komið á hreint borga menn staðfestingargjald sem
er 100 evrur og fæst ekki endurgreitt nema að Hr.  X mæti ekki.

Þegar menn eru búnir að borga staðfestingargjaldið er hægt að
fara að bóka flug og negla dagsetningar endanlega.

Þannig að ef menn hafa áhuga - sendið póst á rngtoy@rngtoy.com - EKKI EP.

Það hefur verið mikil ánægja með vinnuna hjá karlinum hingað til :wink:

Hér eru nokkrar myndir frá fyrri heimsóknum:










(*)  Ath geta verið undantekningar með mjög nýlega & advanced bíla.

bimmer:
Er búinn að taka saman fyrirspurnirnar frá þeim sem sendu tölvupóst,
ættum að fá svör fljótlega við þessum fyrsta skammti.

kallispeed:
herra x bluraður ....  :mrgreen:

bimmer:
Jæja, nú eiga allir að vera komnir með svör sem hafa sent póst hingað til.

Ef einhver hefur ekki fengið svar - sendið mér email á rngtoy@rngtoy.com.

bimmer:
Ok, nú er það komið á hreint að kallinn kemur í fyrstu vikunni í júní, þe.
á tímabilinu 4. - 10. júní.

Akkurat hvaða dag og hversu lengi hann stoppar fer eftir því hversu marga
bíla á að vinna með.

Þannig að þeir sem ætla að vera með - endilega komið til mín staðfestingargjaldinu,
100 evrum.  Setið peninginn í umslag merkt nafni og bíl.  Sendið póst á rngtoy@rngtoy.com
til að fá leiðbeiningar um hvert á að koma með umslagið.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version