Kvartmílan > Spyrnuspjall

Er gjaldskrárhækkun í pípunum?

<< < (2/3) > >>

1965 Chevy II:
Ég þekki ekki rekstur nefndarinnar, stofnun sérsambandsins hefur tekið langann tíma en það sér fyrir endann á því skilst mér og ágætis sátt er að nást þar.

Ég er ekki viss hvort við gætum kallað þetta öðrum nöfnum en keppendur hjá KK vilja halda í Íslandsmeistaramótin það hefur komið skýrt fram.

Við erum í ÍBH og ÍSÍ og erum í Akstursíþróttanefndinni og í lok þessa árs verður þetta vonandi loksins orðið sérsamband þar sem klúbbarnir kjósa sér fulltrúa.

Harry þór:
Ég alveg sammála því að vera í IBH og ÍSI og gera þetta eins og menn, enn ég er ekki til í að reka eitthvað batterí sem sumir nota til að borga aðgöngumiða að formúlukeppnum.

Það skal ekki standa á mér að borga þessi gjöld ef ég sé að það fari í rekstur v/ keppna hér heima.

Svo verður þetta ekki trúverðugt fyrr en menn viðurkenna að LÍA er ekki íþróttafélag.

mbk Harry Þór

1965 Chevy II:
Ég held að allir verði sáttir þegar þetta er orðið að sérsambandi þar sem við eigum einnig fulltrúa í brúnni.  :wink:

Kv.Frikki

maggifinn:
 Dugar keppnisskírteinið fyrir 2500 þá til að þú megir keppa sísonið, og þá telja unnin stig ekki til íslandsmeistara.

 7500 krona skírteinið til að keppa í einni keppni og fá þau stig til íslandsmeistara.

 Og að lokum 15000 króna teinið til að fá íslandsmeistarastig úr öllum þeim keppnum sem maður stundar.

 Er þetta rétt skilið hjá mér?

 koma mótshaldarar til með að selja þetta með keppnisgjöldum eða þarf að versla þetta annarsstaðar?

1965 Chevy II:
Þú keppir til íslandsmeistara á 2500kr byrjenda skírteini alveg eins og 15.000kr skírteininu, öll stig gilda.
7500kr dugar til að keyra eitt mót og þú færð stig fyrir það mót, ákveði viðkomandi að keppa aftur í næsta móti á eftir verður hann að greiða 15.000kr fyrir skírteini (aðeins má kaupa eitt dagsskírteini).

Eins og áður kom fram verður þetta fáanlegt á vefsíðu ísí eða akstursíþróttasambandsins (netverslun einhverskonar)

Þetta verður ekki fáanlegt hjá Kvartmíluklúbbnum nema þá tengill á þessa netverslun/síðu.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version