Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Buick GS
Ramcharger:
Sælir.
Spá hvort spjallverjar muni eftir þessum og hvort það séu til svona vöðvabjúkkar á skerinu 8-)
Þennan átti náungi sem var með systir minni fyrir um 30 árum.
Sigtryggur:
Man eftir þessum,GS 350 ef ég man rétt. Var flottur á sínum tíma en er að ég held ónýtur núna #-o
Yellow:
Leyna ekki fleiri myndir af þessum :-k
Ramcharger:
Rétt hann var með 350.
Náungi að nafni Oddur sem var að vinna
hjá Sólningu í skeifunni átti þennan"83.
Sá sem átti hann þarna heitir Egill.
Þórður Ó Traustason:
Man þegar ég sá þennann fyrst fannst hann ekkert smá flottur. 72 orange með hvítan vinyl og hvíta innréttingu,350 og auto.Í húsinu við hliðina á okkur var 2ja dyra 71-2 Chevella brúnn og brúnn vinyll,hann var eins og drusla við hliðina á þessum.Sá sem átti þennan Buick þá hét Jóhann Pétursson,vann hjá Olíufélaginu.Ég held að hann hafi flutt hann inn Þetta var 73 eða 74 Ég á eina eða tvær myndir af honum,þarf að reyna að finna þær.Man eftir að hafa séð þennann bíl á Sauðárkróki rétt hjá höfninni.Eða taldi að það væri hann því sá var með GS húddið og leifar af hvítri innréttingu en ekkert lakk og virtist vera búinn að standa úti í þó nokkurn tíma.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version