Author Topic: Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið  (Read 1941 times)

Offline Benz

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
    • Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið
« on: March 07, 2012, 22:05:36 »
Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið



FÍB og fulltrúar frá bílaklúbbunum BMWkrafti, Íslandrover, Krúser, Live2cruize og MBKÍ komu nýlega saman til fundar til að ræða þróun orkuverðs.  Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt. 

  • Félögin skora á ríkið að lækka álögur sínar á eldsneyti
  • Venjuleg launafjölskylda þarf 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur til að mæta auknum eldsneytiskostnaði miðað við óbreytta notkun.
  • Neikvæðustu áhrifin eru á atvinnulífið á landsbyggðinni

Félögin vara stjórnvöld alvarlega við þeim kyrkingaráhrifum sem sífelld hækkun eldsneytisverðs hefur á allt þjóðfélagið. Með hækkun eldsneytis á heimsmarkaði og stöðugt hærri álögum ríkisins stefnir bensínlítrinn hraðbyri í 300 kr.

Miklar eldsneytishækkanir frá 2009 hafa dregið úr umferð um allt land. Afleiðingin er samdráttur í viðskiptum, fækkun innlendra ferðamanna og lægra þjónustustig. Fyrir marga er það orðið lúxus að bregða sér bæjarleið.

Á árunum frá 1997 til 2009 var samanlögð álagning olíufélaga ásamt skattheimtu ríkisins um 140 kr. á lítra að jafnaði, uppreiknað til verðlags í dag. Nú er þessi tala nálægt 160 kr. og aukningin felst alfarið í aukinni skattheimtu. Við bætist gríðarleg hækkun á heimsmarkaði, sem hækkar heildarverð eldsneytis. Fyrir 10 árum kostaði bensínlítrinn tæpar 30 kr. á heimsmarkaði, en nú kostar hann 94 kr. Á árunum 1997 til 2009 kostaði lítrinn af bensíni að jafnaði 178 kr. uppreiknað til verðlags í dag, en nú kostar hann um 255 kr. Um fjórðungur af þessari hækkun er aukin skattheimta ríkisins.

Venjuleg launafjölskylda þarf að hafa 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur á ári til að mæta auknum eldsneytisútgjöldum miðað við óbreytta notkun. Fyrir langflesta er eina ráðið að draga verulega úr samgöngum og nota heimilisbílinn aðeins í það nauðsynlegasta.

Ljóst er að samdráttur í samgöngum hefur afar neikvæð marföldunaráhrif, fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins. Ávinningur ríkisins af bensíntekjum fer minnkandi með minni umferð, þrátt fyrir aukna skattheimtu, en fyrst og fremst tapar ríkissjóður á minnkandi umsvifum í atvinnulífinu.

Bílafélögin skora á ríkisvaldið að draga úr álögum sínum á eldsneyti til að mæta þessari ógnvænlegu þróun. Lágmark er að ríkið taki ekki til sín meiri tekjur en það hefur að jafnaði fengið í gegnum árin.

______________________________________
Benedikt H. Rúnarsson