Kvartmílan > Aðstoð
Vandræði með dodge caravan 2.4
(1/1)
jonsi:
Er í vandræðum með 2.4 lítra bíl. lýsir sér þannig að hann er voðalega kraftlaus og skrítinn. Svo á endanum sprengdi hann hljóðkút og allur kraftur kom aftur. Ég fór og lét gera við pústið og þá lét hann alveg eins kraftlaus og leiðinlegur, ég náði að keyra 2 km frá verkstæðinu og þá sprengdi hann kútinn sem var verið að setja undir. Kannast einhver við svona. Afhverju fær hann allan kraft þegar kúturinn springur? getur aftasti hlutinn verið stíflaður? hef heyrt að þetta geti verið kertaþráður og hann sé ekki að ganga á öllum og það fari óbrunnið bensín í pústið, En afhverju ætti hann að ekki að láta svona þegar pústið er svona.
1965 Chevy II:
Er ekki líklegt að kútarnir fyrir aftan séu stíflaðir ég myndi halda það miðað við lýsingarnar, þú ættir að heyra það ef hann gengur ekki á öllum og
hann ætti ekki að bæta miklu afli við að sprengja kút ef það væri málið. Spurning hvort hvarfakúturinn sé ekki líka stíflaður.
jonsi:
Já það er einmitt það sem ég er að spá í. Það var gat á fyrri kútnum sem sprakk, og mér fannst hljóðið vera svo skrítið miðað við hvernig gatið var. Það voru engar drunur bara svona hviss hljóð mjög skrítið hljóð. Svona eins og það myndaðist þrýstingur til baka. Þetta er næst aftasti kúturinn sem hann er að sprengja. Maður er svona pæla hvað þetta geti verið. Tími ekki alveg að fara henda í annað púst ef það er einhvað annað sem getur verið að.Vill svona vera viss að ég sé ekki að henda peningnum eins og síðast.
Navigation
[0] Message Index
Go to full version