Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Corvette C5 Z06

(1/6) > >>

duke nukem:
Jæja þá er kominn tími að gera smá þráð um nýjustu græjuna mína.

'Eg seldi Trans aminn minn þar sem ég ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að frysta þessa bíladellu mína en eftir hálftíma þá var ég ómögulegur að eiga ekkert dót.
Mig hafði alltaf dreymt um að eignast corvettu en hafði aldrei látið verða af því.  'Eg vissi af þessari inní geymslu hjá bankanum og hafði hún staðið þar í á annað ár.  Eftir margar tilraunir við að semja við bankann hófst það að lokum og bíllinn var minn.
Hún var frekar lasleg þegar ég tók við henni og ég vissi að það þyrfti að setja margar krónur í hana til að gera hana eins og ég vildi hafa hana.
Það fyrsta sem var gert var upptekt á gírkassa (Siggi snillingur hjá Bílavaktinni) þar sem syncin í 3 og 4 voru orðin slöpp.  Kúplingin var frekar slöpp og var því keypt LS7 kúppling í hana.  Það var smá söngur í drifi og var skipt um það auk annara smá hluta sem voru lagaðir.

svona leit hún út þegar ég fékk hana í ágúst




næst tók ég sætin út henni og hann Auðunn bólstrari setti fyrir mig nýtt leður á sætin þar sem leðrið sem var í henni var frekar slapt

fyrir



eftir



þetta er hrikalega flott hjá Auðni og ég er endalaust ánægður með útkommuna



nýjar mottur



svo var farið í nýja diska og cheramic pads




svo var farið að versla alvöru pústkerfi og inntak

Texas Speed longtube headers og X pipe



svo fékk ég notað catback system

B&B route 66  ég verkaði það upp með metal massa frá Mothers, þvílíkur munur



Vararam loftinntak



keypti AEM wideband skynjara fyrir mappið



eftir mikinn höfuðverk þá urðu fyrir valinu C5 Z06 felgur í 19/20 combói og svona lítur hann út í dag



það sem ég á eftir að gera útlitslega er að lækka hann um c.a 1,5" og setja undir hann alvöru dekk að aftan þar sem þessi eru allt af lág enda er hann eins og hann sé vangefin á þessum dekkjum.  Svo stendur til að hann Brynjar bílamálari fari yfir lakkið á honum og það verður lagað sem þarf að laga.

'eg varð mér úti um sway bars og blistein aftur dempara og það sendur til að setja það í.
Svo er ekki spurning hvort heldur hvenær ég fer í head og cam en þá held ég að hann sé að verða eins og ég vil hafa hann.

Mig langar að lokum að þakka þeim sem hafa komið að þessari yfirhalningu á draumabílum, Ingó, Auðunn, Siggi og Bæzi takk fyrir mig

kv Halldór

Hilió:
Glæsilegt, bíllinn er orðinn helvíti nettur, verð að fara að rölta yfir  =D>

1965 Chevy II:
Glæsileg Corvetta hjá þér og flott að gera smá þráð um verkefnið, vel gert  =D>

Runner:
vel gert meistari 8-)

bæzi:
Bara flottur bíll Halldór

hlakka mikið til þegar hann er kominn á ról hjá þér og fá að heyra soundið  :mrgreen:

kv bæzi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version