Author Topic: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.  (Read 8652 times)

Offline bubby

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« on: February 18, 2012, 12:15:00 »
Jæja ég hef einu sinni áður hent inn spurningu hér en það er reindar mjög langt síðan ( einhver 10 ár ) þá fékk ég svar frá Ingvari Jóhannssini en pabbi hans Jóhann Sæmundsson seldi mér minn fyrsta bíl  þrælsprækann svartann  Ford Mercury Cougar 69 með verulega heitri 460 cub vél  þá var ég reindar ekki kominn með bílprófið en bíladellan var öllu yfirsterkari. Ég er búinn að fara í leitarvélina og get ekki skoðað svarið það bara gengur EKKI. Núna mörgum árum seinna langar mig svolítið að reina að komast yfir þær upplýsingar sem til eru um þennan bíl t.d. breitingar á vél og myndir væru VEL þegnar. endilega þið sem þekkið þá feðga Jóa Sæm og Ingvar Jó bendið þeim á póstinn minn. Kveðja með von um svör Vagn Ingólfsson

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #1 on: February 18, 2012, 13:11:12 »
Hér eru myndir sem Jói setti einhverntíman á netið, svartvíta myndin kemur frá Jóa Kristjánss (JAK)  :wink:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #2 on: February 18, 2012, 19:03:41 »
Sæll VAGN

Cougarinn var upphaflega með 351 W. fjögura hólfa, 3gja gíra beinskiftur.

Þegar þú keyptir hann var hann með 460 72 árg Lincoln, það var búið að
hækka þjöppunarhlutfallið í 10,5:1 og setja í hana Boss/CJ kambás, SCJ
millihedd, 850 cfm Holley og flækjur. Drif var 9" 3,89 læst.

Ef einhver getur flett honum upp, þá var nr. AF 029.
Hann er skráður sem Mercury Comet.

Hér eru tvær í viðbót, önnur af sandspyrnu í Ölfusi og Windsorinn grútskítugur
eftir einhverja malavega keyrslu.
« Last Edit: February 18, 2012, 19:10:45 by johann sæmundsson »
Jóhann Sæmundsson.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #3 on: February 18, 2012, 21:20:43 »
Hér er ferillinn:

Eigendaferill
05.01.1981    Jóhann Sölvi Guðbjartsson
15.12.1978 Vagn Ingólfsson
28.07.1975    Jóhann Sæmundsson

Númeraferill
15.12.1978    P589    Gamlar plötur
28.07.1975    G8535    Gamlar plötur

Skráningarferill
30.04.1991    Afskráð -
01.01.1900    Nýskráð - Almenn

Er eitthvað vitað um afdrif bílsins? Ég sé að hann er ekki afskráður fyrr en 1991.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #4 on: February 18, 2012, 21:54:07 »
Ég veit ekkert um hann.
Jóhann Sæmundsson.

Offline bubby

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #5 on: February 19, 2012, 11:10:01 »
Sæll Jói.
Mikið andskoti hafði ég gaman af að eignast þennan bíl á sínum tíma og það eitt er víst að biðin frá því að ég keypti og þangað til að ég fékk bílprófið var ERFIÐ í meira lagi. En svo kom stóra stundin og þvílík hamingja og spenna, í Ólafsvík á þeim tíma voru nokkrir af þessum eðalvögnum t.d. 1 Pontiak,
 3 Mustangar  , 1 Challenger ,og eflaust einhverjir fleiri, svo var það höfuðandstæðingurinn þrælspræk 396 Chevella 69 minnir mig gul með svörtum röndum á húddi og mig minnir á hliðinni og á toppnum var svartur vinill eigandi á þeim tíma var Jón Tryggvason og þessi var einfaldlega í öðrum klassa hvað afl varðaði. ég keipti Cougarinn svona til að stilla upp móti 396 Chevellunni hans nonna en sú spyrna fór hins vegar aldrei frama vegna  ýmissa bilana á báðum bílunum, og ég get sagt þér það að ég er ennþá  í dag  svektur yfir því að hafa ekki náð að stilla þessum bílum saman ,  ég hef oft sagt að í dag mundi ég borga vel fyrir að fá að taka smá rúnt á honum ef hægt væri. Ég seldi svo vini mínum Sölva Guðbjartssyni á Hellissandi bílinn.

Offline Charger R/T 440

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 375
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #6 on: February 21, 2012, 12:56:28 »
Sæll. Vagn.Gaman að heyra svona sögur úr den.Þær voru nú margar spyrnunar hér og þar um allt land hér áður
fyr,kannast vel við gömlu Cévilluna hans Óla Óskas.Var orginal 396 ég held að hún hafi nú verið kominn með 350 þegar
hún var þarna í Ólafsvík,en hvernig var Challengerinn á litinn.Kveðja Gamall Moparkall úr sveitinni.
Kveðja Gulli.
 896-6397 og 486-6797og á elge@islandia.is

Offline bubby

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #7 on: February 22, 2012, 21:55:34 »
já sæll Gulli ,heirðu mig minnir að þessi Challenger hafi verið einhverveginn  ljós brúnleitur vélinn var að mig minnir 383 magnum sá sem átti hann þá hét Bárður. en þessi gula Chevelle ss þegar þú segir það þá er eins og mig rámi ´þi að hafa heirt að hún hafi verið með 350 vélinni en er ekki viss en hún var öflug.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #8 on: February 22, 2012, 23:11:59 »
já sæll Gulli ,heirðu mig minnir að þessi Challenger hafi verið einhverveginn  ljós brúnleitur vélinn var að mig minnir 383 magnum sá sem átti hann þá hét Bárður. en þessi gula Chevelle ss þegar þú segir það þá er eins og mig rámi ´þi að hafa heirt að hún hafi verið með 350 vélinni en er ekki viss en hún var öflug.

Gæti það verið þessi? Það var Bárður Ólafsson skráður fyrir honum þessum frá 1979?

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline S.Andersen

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #9 on: February 23, 2012, 07:55:34 »
Sælir félagar.

Þessi mynd er tekin á stöðinni í Hafnarfirði 1975 eða 76 og eigandi þarna er
Ólafur Gylfi Gylfason (Dodge Challanger 1970/383).

Kv.S.A.

Offline bubby

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #10 on: February 23, 2012, 09:08:23 »
já Bárður var Ólafsson og þetta er líkast til bíllinn sem hann var á hér. En mikið vildi ég sjá myndir af þessari gulu Chevellu ss ef einhver lumar þeim. En ég þakka alveg rosalega fyrir viðbrögðin við þessari forvitni minni og þetta er bara gaman það rifjast upp svo margar minningar við þetta   

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #11 on: February 23, 2012, 11:20:47 »
já Bárður var Ólafsson og þetta er líkast til bíllinn sem hann var á hér. En mikið vildi ég sjá myndir af þessari gulu Chevellu ss ef einhver lumar þeim. En ég þakka alveg rosalega fyrir viðbrögðin við þessari forvitni minni og þetta er bara gaman það rifjast upp svo margar minningar við þetta   

Hérna eru nokkrar myndir.

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #12 on: February 23, 2012, 11:38:15 »
Og hvar er þessi SS núna?
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #13 on: February 23, 2012, 12:46:52 »
Og hvar er þessi SS núna?

Hafnarfirði.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #14 on: February 26, 2012, 12:07:03 »
Auðvitað  :wink:
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #15 on: February 26, 2012, 18:35:47 »
Fékk Chevellan ekki torfærugrind á sig fyrir nokkru síðan...
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #16 on: February 27, 2012, 00:25:24 »
Þessi er í geymslu, spurning hvort Vagn kannist eitthvað við þennan?
Jóhann Sæmundsson.

Offline bubby

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #17 on: March 01, 2012, 22:43:46 »
Er þetta gripurinn Jói ? Hvar er hann niðurkominn?

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #18 on: March 03, 2012, 01:16:54 »
Þessi Coucar er í geymslu "sennilega á Esjuelum, rétt hjá fornbílaklúbbnum" að mér skilst.
Hann er kominn með topplúgu á myndunum, kannast þú eitthvað við það, eða Sölvi vinur þinn.

kv. jói.
Jóhann Sæmundsson.

Offline bubby

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.
« Reply #19 on: March 03, 2012, 12:42:53 »
Nei Jói ég kannast ekki við þessa topplúgu, getur þetta verið saqmi mótorinn? hvar grófstu þessar myndir upp ?