Sælir
Undirritaður er núverandi eigandi að ofangreindri Novu, fastanr.ET 346 var áður á V-956 á undan því R-46955 og enn fyrr M-1234.
Málið er að þessi bíll var rifin í spað þ.e. utan af og innan úr einhverntíman eftir 2005 og fyrir 2008 þegar sá sem ég kaupi bílinn af eignast hann.
Þetta er eins og fram hefur komið Hatchback bíll og af þessum árgerðum ´75 - ´79 komu bara 9 svona bílar: 5stk ´75, 2stk ´76, 1stk ´77, 1stk ´78 og engin ´79.
Þetta er sennilega eini Hatchback bíllinn sem enn er til af þessum árgerðum.
Á þessum þremur árum 2005 - 2008 eru greinilega nokkrir óskráðir eigendur af þessum bíl og engin virðist vita hvað varð um allt dótið úr honum. Afturhlutinn af þessum bílum er skiljanlega frábrugðin öðrum 2 dyra Novum, Novu Custom og Concours, ef einhver veit um afdrif einhverra hluta úr þessum bíl mætti sá hinn sami endilega senda mér línu. Það sem ég hef mestan áhuga á að finna er bakið úr aftursætinu sem er niðurfellanlegt og gefur bílnum svolítið sérstakt "look" sem væri gaman að geta haldið í.
Kv, Geiri