Author Topic: "70 Camaro  (Read 5113 times)

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
"70 Camaro
« on: February 18, 2012, 10:27:26 »
Sælir.

Tók þessa á sýninguni 1990.
Hver er sagan á þessum :idea:

Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Re: "70 Camaro
« Reply #1 on: February 18, 2012, 16:25:58 »
Sælir.

Tók þessa á sýninguni 1990.
Hver er sagan á þessum :idea:

EZ905 - ferillinn er hérna einhversstaðar á vefnum.

Ég keypti þennan af bílasala 1987 eða 1988 og þá var hann með framtjóni, verslaði allan framendann nýjann (bretti, húdd, ljós, ljósabotna, vatnskassabitann og fl) og lagaði. Þar sem ég er frekar pikkí á mitt dót þá þurfti greyið málarinn að úða fjórum sinnum yfir hann áður en ég varð sáttur - ég þoli ekki hömrun í lakki á svona bílum.
Grill, hornin neðan á brettin, listar og fleira kom úr "Screaming Eagle" 71 Camaroinum sem líka er hægt að finna upplýsingar um hérna á kvartmíluvefnum.

Búnaður á þessum tíma var 327 vél (árg 1969), var þokkalega spræk miðað við það sem var í gangi þá, th350 skipting og læst 10B 3:73 drif.
Á þessa sýningu var bíllinn á nýjum Cragar SST 15x10" að aftan og 15x8" að framan og nýjir BFGoodridge skór 295/50/15 allan hringinn.
Ég fékk hann Frímann til að skera út myndina á hliðina á bílnum eftir mynd sem ég fann í gömlu Unlimited Racing blaði sem grafið var upp í gömlu drasli hjá Bílabúð Benna.
.... seldi hann 1991 (að mig minnir) og hef reynt að kaupa hann æ síðan aftur - það voru vond skipti að selja hann til þess að kaupa íbúð en því miður þá neyddist maður til þess!

Eftir að ég sel þá fer hann á flakk á milli manna og mikið af dóti hefur týnst eins og nýtt L88 plastúdd, spoiler að framan, 327 varð eftir á patró, skiptingu og drifi er líka búið að býtta, myndirnar, felgur og fleira farið.

Þetta er annar af 2 bílum sem ég hef átt í gegnum tíðina sem ég myndi kaupa á stundinni aftur ef það stæði til boða - sama í hvaða ástandi hann er í dag.

Vona að þetta svari einhverju.
« Last Edit: February 18, 2012, 16:28:24 by KRISSI »
Kristmundur Birgisson

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: "70 Camaro
« Reply #2 on: February 19, 2012, 10:03:49 »
Takk fyrir mig =D>
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: "70 Camaro
« Reply #3 on: February 25, 2012, 03:17:55 »
Krissi er hann enn til?
Geir Harrysson #805

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Re: "70 Camaro
« Reply #4 on: February 27, 2012, 08:17:55 »
Krissi er hann enn til?

Já þessi bíll er enn til
Kristmundur Birgisson