Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

!!! Að láta króma felgur upp á nýtt !!!

(1/3) > >>

camaro85:
Blessaðir ég er með 15" krómfelgur sem eru vel ryðgaðar og ég ætla að láta króma þær upp á nýtt, það hefur verið umræða um þetta áður en ég fann ekki þráðinn þannig ef einhver veit hvar er hægt að gera þetta og ef einhver veit hvað þetta kostar þá væru allar upplýsingar vel þegnar kveðja steini

Caprice78:
man ekki allveg hvar þetta er en það er í verksmiðju hverfinu í hfj þeir sandblása felgur :)

Moli:
einhversstaðar heyrði ég að Vélsmiðja Ingvars Proppe krómaði þú ættir örugglega að finna hann í símaskránni!

427W:
Proppe krómar ekki felgur allavega þegar að ég spurði hann fyrir nokkrum árum, ég held að ekkert hafi breyst í því

TONI:
Sælir
Karlinn er held ég dauður og sonur hanns tekinn við, mér var sagt að hann væri liðtækari í allt svona en eitt ber að hafa í huga að þetta króm er ekki gott, þetta er "húsgagnakróm" sem reynist tæpast vel utan dyra auk þess er þetta að ég held frekar dýrt og jafnvel ódýrara að kaupa nýja felgu, verðuð ræðst af flatarmáli þess sem krómað er. Kv. TONI

P.s Skilst að sonurinn sé með eða var allavegana með bíladellu, það hjálpar

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version