Ég er búin að vera að pæla soldið í þessum fræðum upp á síðkastið.
Er búin að lesa allskonar upplýsingar á internetinu, menn með ýmsar
skoðanir um hvernig sé skinsamlegasta aðferðin að meðhöndla þetta stöff.
Langaði að fá að fá komment frá ykkur félögum sem hafið verið að krukka í
nitroinu í gegnum tíðina til að fá enn víðari sín á þessa tjún aðferð.
ætla að henda upp hér smá dæmi og væri gaman að fá komment frá ykkur og fá að sjá hvaða leið menn hafi
verið að fara í þessum efnum.
Segjum að við séum með eina SBC 400ci
23° ál hedd með 2.05 og 1.6 ventla 64cc chamber flæða rúm 300cfm
12.5:1 í þjöppu
kambás er 275° / 282° við 050 liftir 630in/600ex
110 lobe
kveikjutími 36°
850cfm blöndungur.
116 oct bensin
Eitt fogger nitro kerfi eða big shot plata
gefum okkur það að jettin á nos hliðinni sé .032 (fogger) .102 (plata)
hvaða jett mundu þið nota á bensin hliðinni?
Hversu háan bensinþrýsting mundi þið nota?
hvaða flöskuþrýsting?
hversu margar gráður mundu þið taka af kveikjutímanum?
væri gaman að fá einhverjar pælingar með þetta
Sæll Krissi
hér er góður linkur á hvaða F jetta stærðir er mælt með að nota með N jettum, gaman að leika sér með þetta
http://www.robietherobot.com/NitrousJetCalculator.htmen ekkert setup er eins
ég er búinn að lesa þónokkuð um Nitro notkun og prufaði það svolítið síðasta sumar, ég endaði alltaf með að minnka F jettan til að fá ásættanlega blöndu.
Notaði 1000-1100 psi nitro pressure
ég setti fyrst þá jetta sem voru ráðlagðir og tók kveikju vel til baka fínt að taka 2° per 50 skot + 2-3 °auka til að testa vera save ég notaði ný kerti tók run loggaði með wideband mæli AFR og drap síðan strax á og reif nokkur kerti úr og skoðaði þau. og eins og widebandinn sagði mér var þetta of rík blanda, þannig að ég minnkaði F jettan þangað til bæði AFR og kerti voru orðin fín var í ca 11.5-12.5 það er vel save, þessir hardcore fara í 13 AFR sumir, þegar blandan var orðin góð tók kveikjan við þá bætti ég bara við kveikju þangað til hita markið var kominn ca á þann stað sem ég vildi, en það er sama sagan þar maður reyndi að vera save, enda best að stilla þetta nokkuð rétt og fikta svo upp á braut og fylgjast með endahraðanum.
Einnig get ég prófað að hækka og lækka í fuel pressure ef maður vill stilla blönduna betur um einhverjar kommur.
ég er með plate kitt og var með .078N jett og var ráðlagt að nota .046F jett @58psi nitrous pressure 1050 psi
ég endaði í .035F jett @62psi og fór kveikjuna í 16°-17° á 98 okt með br´8 köld kerti gapped .033 ,
þolir meiri kveikju á sterkari bensini
ég nota 27° NA á 98okt btw
Krissi bara stilla þetta save til að byrja með og testa
og lesa kertin það er til fullt af þráðum á netinu um spark pug reading
en ef þú notar .102 jett á plate (400skot)
, 60psi fuel pressure og 1050 psi NP ættiru að nota .054F samkvæmt linknum svo bara prufa sig áfram
fogger .032N (300skot) @60psi og 1050psi NP þá er það .017F sem mælt er með
gangi þér vel
verður gaman að sjá þetta hjá þér
kv Bæzi