Author Topic: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?  (Read 8861 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« on: March 10, 2012, 15:42:56 »
Sælir félagar.  :???:

Er það virkilega rétt sem ég hef verið að lesa inn á spjallinu hjá BA að það sé verið að hækka gjaldskrá ÍSÍ/LÍA um helming yfir heildina?
Sjá:  http://spjall.ba.is/index.php?topic=4748.0

Ef rétt reynist þá er verið að þrengja mjög mikið að bílasporti af okkar eigin sérsambandi, og hugsanlega gætu einverjar greinar lagst af.

Ég hef undandfarið verið að viða að mér efni í grein um komandi tímabil og yfirlit yfir tímabilið 2011 og þar talaði ég við núverandi Íslandsmeistara, og er skemmst frá því að segja að allavega þeir sem yngri eru telja sig ekki hafa efni á því að keppa lengur út af háum keppnisgjöldum!
Og svo er verið að tala um að hækka þau!!!

Ég veit líka til þess að Rally-menn eru mjög óánægðir með þau háu keppnisgjöld sem þeir þurfa að borga.

Það sem gerir þetta óskiljanlegra er að MSÍ sem er sérsambandið fyrir mótorhjólin, hefur ekki verið að rukka neitt fyrir keppnisskýrteini eða annað sem viðkemur keppnum hjá þeim.

Sem sagt ef þú ert að keppa á bíl þá þarft þú að borga, en mótorhjólið við hliðina á þér i brautinni ekur frítt!!
Er það bara ég sem sé eitthvað að þessu?
Er ekki svona lagað örugglega brot á samkeppnislaögum??

Ég vil taka það fram að hér er ekki við Kvartmíluklúbbinn að sakast, þar sem ég veit að stjórnarmenn KK eru ekki par hrifnir af þessari gengdarlausu gjaldtöku.

Það væri gaman að fá að vita hvað er til í þessum sögusögnum um hækkun keppnisgjalda!

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #1 on: March 11, 2012, 21:26:48 »
Það væri nú gaman ef það bærust einhverntíman tilkynningar frá þessari blessuðu nefnd. Alltaf þegar það eru teknar einhverjar ákvarðanir um eitthvað sem varðar hinn almenna mótorsportiðkanda, þá þarf maður að "heyra" það frá hinum og þessum sem "heyrðu" það frá einhverjum öðrum. Aldrei getur maður nálgast upplýsingar t.d. á vefnum varðandi ákvarðanir þeirra.

Það er að mínu mati ekki hægt að taka mark á svona löguðu og hvað þá fara eftir því.
Til dæmis hafa ekki enn borist haldbærar upplýsingar um þessi keppnisskírteini sem voru og eru enn mjög umdeild meðal mótorsportiðkenda.
Það er semsagt mjög erfitt að réttlæta frekari gjaldtöku.

Ég vona að þessar sögusagnir séu rangar því annars eigum við ekki von á góðri þáttöku eða nýliðun í okkar sporti á komandi framtíð, nógu erfitt er það þegar að efla sportið.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #2 on: March 15, 2012, 22:37:47 »
Er þetta skírteini eitthvað annað en aðgöngumiði á lokahófið?

 Má ég ekki keppa nema hafa þetta skírteini?

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #3 on: March 15, 2012, 22:44:46 »
Til að keppa í Íslandsmeistaramóti verða keppendur að kaupa sér ársskírteini hjá ÍSÍ fyrir 15.000kr, fyrir þá sem eru að kaupa ÍSÍ skírteini í fyrsta skipti er í boði byrjendaskírteini fyrir 2500kr sem gildir fyrsta árið, dagsskírteini kostar 7500kr, ef keppt er í meira en einu móti þarf að kaupa ársskírteini.

Þetta verður allt fáanlegt á vefsíðu ÍSÍ / Akstursíþróttanefndarinnar fljótlega.
« Last Edit: March 16, 2012, 00:05:41 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #4 on: March 15, 2012, 23:09:21 »
Getum við óbreyttir fengið upplýsingar um rekstur  hjá þessari nefnd ? Getum við ekki bara haldið  keppnir og kallað það sumarmeistara eða KK meistara ?

mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #5 on: March 15, 2012, 23:31:16 »
Ég þekki ekki rekstur nefndarinnar, stofnun sérsambandsins hefur tekið langann tíma en það sér fyrir endann á því skilst mér og ágætis sátt er að nást þar.

Ég er ekki viss hvort við gætum kallað þetta öðrum nöfnum en keppendur hjá KK vilja halda í Íslandsmeistaramótin það hefur komið skýrt fram.

Við erum í ÍBH og ÍSÍ og erum í Akstursíþróttanefndinni og í lok þessa árs verður þetta vonandi loksins orðið sérsamband þar sem klúbbarnir kjósa sér fulltrúa.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #6 on: March 16, 2012, 09:33:06 »
Ég alveg sammála því að vera í IBH og ÍSI og gera þetta eins og menn, enn ég er ekki til í að reka eitthvað batterí sem sumir nota til að borga aðgöngumiða að formúlukeppnum.

Það skal ekki standa á mér að borga þessi gjöld ef ég sé að það fari í rekstur v/ keppna hér heima.

Svo verður þetta ekki trúverðugt fyrr en menn viðurkenna að LÍA er ekki íþróttafélag.

mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #7 on: March 16, 2012, 10:20:33 »
Ég held að allir verði sáttir þegar þetta er orðið að sérsambandi þar sem við eigum einnig fulltrúa í brúnni.  :wink:

Kv.Frikki
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #8 on: March 17, 2012, 16:23:48 »
 Dugar keppnisskírteinið fyrir 2500 þá til að þú megir keppa sísonið, og þá telja unnin stig ekki til íslandsmeistara.

 7500 krona skírteinið til að keppa í einni keppni og fá þau stig til íslandsmeistara.

 Og að lokum 15000 króna teinið til að fá íslandsmeistarastig úr öllum þeim keppnum sem maður stundar.

 Er þetta rétt skilið hjá mér?

 koma mótshaldarar til með að selja þetta með keppnisgjöldum eða þarf að versla þetta annarsstaðar?

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #9 on: March 17, 2012, 19:21:59 »
Þú keppir til íslandsmeistara á 2500kr byrjenda skírteini alveg eins og 15.000kr skírteininu, öll stig gilda.
7500kr dugar til að keyra eitt mót og þú færð stig fyrir það mót, ákveði viðkomandi að keppa aftur í næsta móti á eftir verður hann að greiða 15.000kr fyrir skírteini (aðeins má kaupa eitt dagsskírteini).

Eins og áður kom fram verður þetta fáanlegt á vefsíðu ísí eða akstursíþróttasambandsins (netverslun einhverskonar)

Þetta verður ekki fáanlegt hjá Kvartmíluklúbbnum nema þá tengill á þessa netverslun/síðu.
« Last Edit: March 17, 2012, 19:23:53 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Er gjaldskrárhækkun í pípunum?
« Reply #10 on: March 17, 2012, 19:52:08 »
takk fyrir þetta Frikki. Þetta er að síjast inn,smátt og smátt.