Þórður Óli, þú ættir nú að vita betur að vera ekki að ota að mönnum svona rándýrum og misheppnuðum Mustang.
Ég las það í bílablaði að þessum Boss mótor hafi verið bókstaflega troðið ofan í Mustang til að stærri boddýinn af Ford fengi að keppa í NASCAR en hafi svo verið hálf misheppnaður.
En til að fá að keppa í ýmsum keppnum þurfti bílaframleiðendur að framleiða og selja visst mörg eintök á almennum markaði, svokallaðir "homologation specials" t. d. fyrstu þrjár árg. af Z28 Camaro, Plymouth Roadrunner Superbird, Plymouth Roadrunner Superbird o. fl.
En þar sem stærri boddýinn af Ford, sem voru að keppa í NASCAR, voru ekki talinn söluleg á almennum markaði með þessum Boss mótor var víst ákveðið að troða mótornum ofan í Mustanginn til að heimfæra hina í keppni en hann keppti aldrei í NASCAR þannig að hann var eiginlega misnotaður til að stóru bræður hans fengu að keppa enda vitum við Þórður Óli það að gömlu Mustangarnir voru aldrei góðir kappakstursbílar, sérstaklega þegar búið var að troða bigblock ofan í þá.
En þessi Mustang er auðvitað söguleg heimild og búið að skapast goðsögn um þessa Boss Mustanga enda verðið á þeim í samræmi við það ef menn vilja borga svimandi upphæð fyrir bíl sem er gaman að horfa á.