Ef að pælingin er max hestöfl á mjög þröngu snúningssviði, þá er ekki teljandi munur á blöndungi og innspýtingu ef bæði eru af bestu sort og ef innspýtingin er ekki sem best útfærð getur blöndungurinn alveg haft vinninginn. Það hefur alveg orðið þróun á blöndungum síðastliðin 40 ár eins og á innspýtingunum.
Það sem tölvuinnspýtingin hefur umfram klósettið er fyrirfram ákveðið magn af bensíni við allar aðstæður, hægt er að leana út í 8000rpm án þess að hafa áhrif á blönduna í 7000rpm, miklu breiðara vinnslusvið og einnig minni munur á blöndunni eftir lofthita og baroþrýstingi. Innspýtingin hefur heldur ekki sama vandamál með stærðina, að blöndungur sem er nógu stór til þess að flæða öllu sem vélin þarf á 8000rpm blandar ekki vel á 1000rpm.