Kvartmílan > Aðstoð

Hljóðkútar ?

<< < (2/3) > >>

Hr.Cummins:
Hvernig er þetta sett upp núna hjá honum, straight pipes eða túbur (glasspacks) :?:

Getur hann ekki notað glerullartrickið :?:

Spurning um að lulla bara, sá sem að stakk upp á þessu við mig lét sjóða grindur á endana á kútunum hjá sér til að ullin færi 100% ekki úr... og tók svo grindurnar af til að geta "stompað" ullinni úr...

Kristján Stefánsson:
Sælir.

Jeppinn er með tvöfallt 3" pústkerfi með 4 Túpum s.s. 2 á sinhvoru röri. Væri helst til þess að hafa þetta varanlegt. og hafði ég þá hugsað mér að notast við 2 Hljóðkúta. EKKI túpur til þess að leysa aftari túpurnar af. Best væri að hljóðdempunin væri varanleg.
Þannig að mig vantar í raun hljóðkúta sem þagga vel niður í svona vél. Þá er bara spurningin er hægt að fá þá hér heima ánþess að þeir kosti hönd og fót !

Kv.
Kristján Stefánsson

cv 327:
Sæll Kristján.

Ég er með 2 1/2" tvöfalt kerfi undir 2004-Tahoe, Cherry-Bomb ca 50cm langa, opna í gegn og bara einn hvoru megin. Þeir eru staðsettir rétt fyrir framan miðju bílsins og rörin ná aftur undan stuðara. Keyfti þess kúta hjá Summit á að mig mynnir 32 dollara stk.
Alls ekki mikill hávaði inn í bílnum, nema maður heyrir, þegar botnað er.
Hér er lnikur á sándið í Tahoe-inum.


http://www.youtube.com/embed/2twxgrB9VGo

Hr.Cummins:
BJB voru að selja IMCO kúta sem að voru replicur af Flowmaster 40 hérna fyrir ekki svo löngu, sem að voru alls ekki mjög dýrir og kom mjög subtle og flott nóta úr... haltu túbunum, láttu smíða H-pipe eða X-pipe (það minnkar hvellina) og haltu lengri túbunum (ef að þær eru ekki jafn langar)...

Cherry Bomb Turbo kútarnir hafa líka verið mjög góðir... kosta einmitt um 30-50$ hjá Summit...

Elmar Þór:
kannaðu hjá benna hann var að auglýsa þetta um daginn á fínan pening

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version