Sælir, ég þakka ráðleggingarnar.
Ég fór og lét hávaðamæla bílinn eins og hann var, 94 db í lausagangi var niðurstaðan skv skoðunarmanni. Svo ég kolféll auðvitað á þeirri mælingu, hámark er 98 db + 2 db í skekkjumörk.
Ég leysti málið með að fá kúta í bílabúð benna eftir ráðleggingu frá meðlim hér á spjallinu, kútarnir heita Flowtech Raptor og bætti þeim bara við núverandi kerfi. Það virkaði svona líka vel og fór ég í skoðun í gær og mældist hávaðinn 80 db á þó nokkurri gjöf..
Það er ekki inní myndinni að setja h eða x pípu eða í raun breyta pústinu á neinn hátt sökum plássleysis sem er meðal annars útaf því að pústið er innfyrir grind eins og er..
Þannig að í raun er lítið gaman að þessu í augnablikinu, og sýnist mér á öllu að ég verði að setja snúningsmælir í bílinn einfaldlega til þess að sjá hvort hann sé í gangi eða ekki

Ég þakka enn og aftur kærlega fyrir mig
