Sammála að gömlu bílarnir eru sálin og minningarnar, þeir nýju eru ekki komnir með hefðina eins og þeir gömlu. Eg er búinn að eiga 66 Mustang síðan 1978 og svo á ég líka nýja Mustanga og það er ekkert hægt að bera þetta saman. Mjög ólíkir og ég fer á nýja til að leika mér og spóla aðeins en svo fer maður á gamla til að krúsa. Til dæmis þá var ég með 66 inn og Sterlinginn inni í skúr og var með opið og það labbaði einhver framhjá og hann slefaði alveg yfir gamla en sá ekki hinn, þvi þetta var eins bíll og hann rúntaði á í gamla daga. Þessir nýju verða þannig eftir 20 ár. En mér finnst báðir bestir eins og segir í Cheerios au´glýsingunni.