Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro 68, Uppgerð
Moli:
--- Quote from: Trukkurinn on February 13, 2012, 22:50:46 ---Hvar fæ ég hlutföllin og hugsanlega caisinguna ef ég skelli mér í þetta, hvort sem ég nota 3.73 eða 3.53? Er þetta til hér heima?
--- End quote ---
Alltaf besti kosturinn að kanna hvort þetta sé fáanlegt hérna heima, annars er það klárlega Summit, www.summitracing.com þar færðu allt og meira til. :wink:
Trukkurinn:
Takk strákar.
57Chevy:
Ég mundi nú hafa þetta 3.23 eða 3.42
Ekki mikið lægra með 350 skiftingu, ef það á að keyra bílinn á götunum.
Ef farið er í mjög lágt hlutfall verður snúningshraðinn á vél skolli hár á 90 KM.
Ef þetta sníst bara um upptak þá er 3.90 eða 4.10 fínt. 8-)
Kiddicamaro:
gulli var að henda inn auglýsingu með stóran 10 bolta með læsingu sama og þú ert með..http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=61163.0..þú ert á ca 2700 rpm með 373 hlutfall á 90-100. gott hlutfall sem hentar í bæði
GunniCamaro:
Skúli, það fyrsta sem þú þarft að spyrja þig er, hvort ertu "rúntari" eða "racer"?, ef þú telur þig vera rúntara sem rúntar mikið og villt hafa þokkalegt power og getað spólað út fyrsta gírinn og kannski kíkt upp á braut á t. d. Mucslecar daginn og tekið nokkur rönn, ætturðu ekki að fara lægra en 3:55 og varla hærra en 3:42.
Ef þú telur þig vera racer sem rúntar aðeins og finnst gaman að spyrna og ætlar hugsanlega að keppa í kvartmílu ættirðu ekki að fara hærra en 3:55 og ekki lægra en 3:73.
Svo er þetta líka spurning um afl, eftir því sem aflið er meira geturðu verið með hærri gír, með auknu afli og stroker vélum hafa menn fært sig aðeins úr 3.73 upp í 3:55
En hvað sem þú gerir, fyrir utan að vera mjög gjaldgengur í fornbílaflokki í sparaksturskeppni, er 2:73 algjört "highway drive" hlutfall með engu "fun factor" og eiginlega alveg út úr myndinni, að mínu mati.
Kveðja
Gunni Camaro
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version