Sælir félagar, nú vantar mig upplýsingar frá fróðari mönnum
Málið er það að það er einhver draugur í bremsunum á Polo sem ég er með sem lýsir sér þannig að eftir því sem ég keyri lengur, því fastari verður bíllinn í bremsum. Ef bíllinn er búinn að standa í einhvern tíma þá er allt laust og flott og bíllinn ljúfur í akstri, en svo eftir nokkra stund fer hann að láta illa og fer að erfiða meira og meira vegna þess að hann virðist ekki sleppa bremsunum og svo gefst maður bara upp þegar það eru orðin mikil átök að fá bílinn hreinlega af stað. Svo getur hann allt í einu tekið uppá því að sleppa bara og þá er allt fínt og flott. Og ef bíllinn fær að standa í einhvern tíma þá losnar um bremsurnar líka.
Þetta er einhver helvítis draugur sem er búinn að elta mig í nokkurn tíma og er ég búinn að láta kíkja á bremsurnar á verkstæði og það virðist allt vera í góðu með dælurnar sjálfar... Þar var mér bent á að sennilega væri höfuðdælan að valda þessu.
Svo er kannski betra að láta það fylgja með að á þessu verkstæði var prófað að þrýsta stimplunum inn og lofttæma kerfið og allt í góðu með það, en eftir það fór stimpillinn ekki út á einni dælunni fyrr en eftir miklar pumpuæfingar á pedalnum.
Er einhver hér sem gæti kannski miðlað einhverri reynslu úr bankanum?