Author Topic: Bremsuvesen  (Read 2425 times)

Offline GonZi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 225
    • View Profile
Bremsuvesen
« on: October 24, 2011, 20:51:28 »
 Sælir félagar, nú vantar mig upplýsingar frá fróðari mönnum :)

 Málið er það að það er einhver draugur í bremsunum á Polo sem ég er með sem lýsir sér þannig að eftir því sem ég keyri lengur, því fastari verður bíllinn í bremsum. Ef bíllinn er búinn að standa í einhvern tíma þá er allt laust og flott og bíllinn ljúfur í akstri, en svo eftir nokkra stund fer hann að láta illa og fer að erfiða meira og meira vegna þess að hann virðist ekki sleppa bremsunum og svo gefst maður bara upp þegar það eru orðin mikil átök að fá bílinn hreinlega af stað. Svo getur hann allt í einu tekið uppá því að sleppa bara og þá er allt fínt og flott. Og ef bíllinn fær að standa í einhvern tíma þá losnar um bremsurnar líka.

 Þetta er einhver helvítis draugur sem er búinn að elta mig í nokkurn tíma og er ég búinn að láta kíkja á bremsurnar á verkstæði og það virðist allt vera í góðu með dælurnar sjálfar... Þar var mér bent á að sennilega væri höfuðdælan að valda þessu.

 Svo er kannski betra að láta það fylgja með að á þessu verkstæði var prófað að þrýsta stimplunum inn og lofttæma kerfið og allt í góðu með það, en eftir það fór stimpillinn ekki út á einni dælunni fyrr en eftir miklar pumpuæfingar á pedalnum.

 Er einhver hér sem gæti kannski miðlað einhverri reynslu úr bankanum?
Gísli Jónatan Pálsson

Jeep Grand Cherokee limited

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Bremsuvesen
« Reply #1 on: October 25, 2011, 10:26:29 »
Sæll Gísli,

Ég lenti í samskonar veseni með BMW E39 M5...

Þá var ABS höfuðdælan að klúðra málunum eitthvað...

Hvaða árgerð er umræddur Polo ?
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline GonZi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 225
    • View Profile
Re: Bremsuvesen
« Reply #2 on: October 25, 2011, 11:53:08 »
Þetta er '99, ekki með ABS eða neinu veseni. En hvernig er það, er eitthvað hægt að "gera þetta upp" eða þarf að skipta um dæluna?
Gísli Jónatan Pálsson

Jeep Grand Cherokee limited

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Bremsuvesen
« Reply #3 on: October 25, 2011, 12:20:01 »
Þá grunar mér að þetta sé bremsudeilir, hann gæti verið stíflaður og þá hleypir hann vökvanum ekki til baka, þegar að vökvinn hitnar síðan þá þenst hann út og eykur útíleguna...

Það var einmitt case-ið með M5 hjá mér en bremsudeilirinn er í ABS höfuðgaurnum, því að hann á að geta dælt í hvert hjól fyrir sig (ASC) til þess að geta leiðrétt akstursstefnuna ef að eitthvað bregður útaf...

En ég myndi allavega kanna þetta með deilirinn, ég held að Arnar í Pústþjónustunni í kef eigi eitthverja varahluti í þessa bíla, þó að ég sé ekki alveg viss!
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline GonZi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 225
    • View Profile
Re: Bremsuvesen
« Reply #4 on: October 25, 2011, 15:04:00 »
Takk fyrir þetta kútur ;)
Gísli Jónatan Pálsson

Jeep Grand Cherokee limited

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Bremsuvesen
« Reply #5 on: October 25, 2011, 18:21:42 »
Ekkert að þakka, vonandi kemur þetta að notum ;)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40