Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

spurning varðandi snúningsmælir í mustang

(1/1)

351:
Góðan dag ég er með snúningmælir úr mustang 71. Það eru 2 virar úr mælinum, vitið þið í hvað þeir eiga að teingjast?,

Bubbi2:
annar í + og hin í kveikjuna minnir að það sé þannig.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Ef þú ert með original snúningshraðamæli, þá fer rauði vírinn í + á háspennukeflinu og sá svarti í jörð.
Rauði vírinn er líka rafmagnið í háspennukeflið.
(Skrapp bara út í bíl og gáði).

Kv.
Hálfdán. :roll:

Bubbi2:
auðvita á háspenukeflið ég er með öruvísi kveykju

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Reyndar er þetta spurning um hvernig kveikju þú ert með eins og Svanur kemur inn á.
Ég er til dæmis með Mallory Unilite og þar tengist þetta eins og ég sagði hér að ofan sem sagt rauður í + á háspennukefli.
Það sama gildir um Motorcraft/Ford standard kveikjur.
Hvað MSD varðar þá þarf að fá millistykki til að original snúninghraðamælir virki eins og til dæmis þennan hérna:


Vona að þetta hjálpi.

Kv.
Hálfdán.

Navigation

[0] Message Index

Go to full version