Gróf þetta upp, en þetta höfðu menn að segja um þann bláa fyrir um ári síðan.
Sælir félagar.
Þessi blái á efstu myndini er bíll sem Kjartan Kjartansson átti (sá sem átti hemi callan).
Ég eignaðist svo þennan bíl reif undan honum felgurnar,þær fóru undir Challangerinn rauða hjá Jóa.
Á þessum tíma átti ég Orange Dusterinn sem Jói á Sólheimum á núna og var ég að safna varahlutum í hann.
Ég man nú ekki hvað ég tók mikið úr þessum bláa en mér minnir að ég hafi nú ekki hent honum?????????
Þessi bíl var held ég orginal með 6-su en kjartan setti í hann 318 cc ef ég man rétt.
Kv.Sigurjón Andersen.
Mynd no 1 er bíll sem var í Hafnarfirði ca 1980-85 og var tvílitur blár í eigu Jörgens Maier að ég held frændi Frikka Trans am.
Jörgen selur hann Jóni Hafsteinssyni gömlum torfærukappa sem lét mála hann í þessum ljósbláa lit sem er á honum á myndinni,veit ekki hvort Sigurjón Anderssen kaupir hann af honum og rífur hann.
Bíllinn var með plussáklæði á stólum og hurðaspjöldum sem var inn í þá daga og þótti nokkuð flottur en bara með 318.Og kallinn duglegur að bóna.
Minnir að Jörgen hafi keppt eitthvað á honum upp á braut.
Kv Benni
Hér er svo ferillinn: (virðist hafa verið á R-65724 en ekki R-65734)
Eigendaferill 20.3.1989 Valdemar Örn Haraldsson Danmörk
5.7.1985 Jón H Hafsteinsson Þrastarás 61
11.7.1983 Ægir Guðmundsson Ástjörn 7
7.9.1982 Gísli Björn Sigurðsson Suðurbraut 8
15.5.1981 JURGEN MEYER VESTUR-ÞÝSKALAND
9.7.1979 Kjartan Kjartansson Logafold 143
29.6.1979 Ragnheiður Karlsdóttir Flétturimi 21
5.10.1978 Ísak Kjartan Pétursson Flyðrugrandi 14
10.12.1976 Kenneth J. Krajnir Keflavikurflugvelli
Skráningarferill 9.9.1992 Afskráð -
10.12.1976 Nýskráð - Almenn
Númeraferill 5.6.1981 G16073 Gamlar plötur
29.6.1979 R65724 Gamlar plötur
5.10.1978 G11945 Gamlar plötur
10.12.1976 JO7529 VLM - merki